Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, ágúst 01, 2003

Jæja loksins tóm!!

1. ágúst og loksins búið að tæma íbúðina! Á tímabili hélt ég að það myndi bara alls ekki hafast, það er bara alveg ótrúlegt hvað maður á mikið drasl! En sem betur fer vorum við svo heppin að Anna frænka var ekkert smá dugleg að þrífa með mér íbúðina, já og svo hjálpuðu líka Ráðhildur, Jón, bjarki og Árni þannig að þetta hafðist allt ;) Sem sagt flutt aftur í foreldrahús!! Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það solldið skrítið(að sofa svona í stofunni!!), en þetta eru nú bara 20 dagar svo er maður bara farinn út!
Í dag byrjuðum við að leigja íbúðina úti svo að það er hálfger synd að maður skuli ekki vera komin út í góða veðrið ;) En gleðifréttirnar eru þær að við erum bæði komin inn í skólana og bíðum nú bara spennt eftir að fá að byrja!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home