Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Komin ;)

Þá er maður loksins kominn til Danmerkur eftir allt þetta puð!!
Í dag er sunnudagur og því liðinir 3 dagar síðan að við komum, það er óhætt að segja að það hafi nú verið solldið svona kúltúrsjokk!! Aðalega þó þegar að við sáum íbúðina okkar fyrst! Ég bjóst nú ekki við miklu áður en ég fór út en vá þetta var alveg hrillilegt fyrst ;)
Íbúðin er nú samt allt í lagi þegar að maður er búin að taka til, setja upp ljós og fjarlægja ljósastaurinn sem var í eldhúsinu!! Já það er ekkert grín það var svona útiljós á veggnum fyrir ofan vaskinn í eldhúsinu alger hörmung! Danir hafa mjög svo sérstakan smekk.
Það er solldið sérstakt að vera hérna með akkurat ekki neitt, dótið okkar kemur ekki fyrr en á morgun. Við fórum í rúmmfatalager danmerkur og keyptum okkur svona vindsængur til að sofa á. Það er ekki hægt að lísa því hvað það er vont að sofa á þeim, þær eru 1,96 m á lengd og 72 cm á breidd. Ég held að það segi allt sem segja þarf ;) En það er nú í lagi því að rúmmið kemur á morgun ;)
Eitt er ég nú samt reglulega ósátt við, okkur var sagt að við gætum fengið leigðan sófa á kolleginu en það er víst bara eitthvað kjaftæði!! Þannig að við komum ekki með neinn sófa og þurfum því að öllum líkindum bara að kaupa eitt stykki. Svo var okkur sagt að við gætum fengið 4-6 eldhússtóla en megum bara fá 2 að því að við erum bara 2, en hins vegar megum við fá 2 rúm!!!! Danir eru æðislegir ;)
Dótið okkar kemur á morgun og þá skánar þetta vonandi allt til muna ;) Þá verður allt heimilislegt og fínt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home