Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, september 16, 2003

Loksins loksins komið net!!!! ;);););)

jæja þá er netið loksins komið heim og maður getur farið að hripa eitthvað niður. Nú er ég búin að vera í skólanum í 3 vikur og það gengur bara alveg ágætlega. Ég er með alveg frábærum krökkum í bekk! Þau eru ekkert smá þolinmóð og nenna alltaf að hjálpa manni að skilja þetta hrognamál! Suma kennara er ekkert mál að skilja en svo eru aðrir sem maður bara getur alls ekki skilið sama hvað maður reynir mikiða að hlusta og fylgjast með. Ja sem er kannski bara svipað og heima ;)
Eitt er víst maður virðist skilja danina töluvert betur í glasi ;) Og Danir eru sko miklu meiri fyllibyttur en íslendingar nokkru sinni!! Ég var svo græn að halda að fyrst að bjórinn hérna væri svona ódýr að þá kynnu Danir að drekka. Uuuuuu... ekki alveg þetta eru mestu fyllibyttur sem að ég hef á ævi minni kynnst! Alveg frá því að ég byrjaði í skólanum 27 ágúst hefur verið stanslaust fyllerí og partý!! Ekki það að maður sé eitthvað að kvarta, maður bara er alger hænuhaus miðað við þau!!
Af húsnæðismálum er allt skárra að frétta. Eftir að við fengum allt dótið okkar að heiman þá varð þetta nú strax miklu skárra! það eina sem að vantar núna er sófi!! Sem er nú reyndar solldið því að það er ekkert smá leiðinlegt að sitja bara á eldhússtólum og horfa á góða mynd!! En það má nú öllu venjast svo sem ;) Reyndar er danskt sjónvarp ekki upp á marga fiska!! Ja maður þá kannski lærir eitthvað í staðinn ;)
Hehe Haukur er svo óhepinn það er ekki fyndið. Í gær fékk hann tilkynningu frá pósthúsinu að það væri kominn pakki til hans! Hann yfirspenntur hjólaði beint niður á pósthús til að sækja hann án þess þó að skoða tilkynninguna eitthvað frekar. Þegar þangað var komið þá segir konan honum að pakkinn komi ekki fyrr en í dag!! (sem NB stóð á tilkynningunni!!) Svo svekktur kom hann heim og ákveður að fara bara í dag eftir skóla að sækja pakkann. Loksins þegar skólinn er búinn og hann kemst niður á pósthús þá er það lokað vegna ráns ;););) Heheh ekki hans dagar ;) og ef allt heldur áfram sem horfir þá var dótinu hans örugglega stolið eða það skemmt ;)
Nei við vonum nú ekki!!
En annars er það að frétta að Laufey litla var í aðgerðinni í dag. Ég talaði við pabba hennar í dag og þá var hún komin úr aðgerð en hann hafði ekki heyrt í lækninum og vissi ekki alveg hvernig hefði gengið. En litla dúllan er nú samt hress miðað við aðstæður og er hjúkrunarkonan hennar alveg svakalega ánægð með hvað hún er dugleg!! Þegar að hún vaknaði úr svæfingunni þá vældi hún örlítið en hjúkkan söng fyrir hana eitt lítið lag og allt varð í lagi og hún fór bara aftur að sofa ;) Alger engill!! Vonum bara að allt hafi gengið vel, fæ að vita það í kvöld!!
En jæja bækurnar bíða víst, ég hef nefnilega heyrt að þær lesa sig ekki sjálfar!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home