Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, maí 03, 2006

Sól og sumar...

Já það er aldeilis komin sumarblíðan hérna hjá okkur í Danmörkunni. Það var 20 stiga hiti og sól í dag og því er spáð svoleiðis fram í miðja næstu viku. Verst bara að maður þarf víst að mæta í skólann... Ja allavega ef að maður ætlar að ná :)

Annars er nú bara allt gott héðan að frétta Haukur átti afmæli á mánudaginn og að hans sögn varð hann 22 ára... Ekki slæmt það bara orðin yngri en konan sín :) Ég ætla að halda afmæliskaffi handa honum á föstudaginn þar sem að hann fær loksins afmælisköku ja og kannski vöfflur líka :) Ekki seinna vænna :)

Við skruppum svo til Þýskalands síðasta laugardag ásamt Kötu vinkonu og að vanda tókst okkur að eyða einhverjum peningum þar :) Við Keyptum okkur svona nýja flotta Canon EOS 350 D digital myndavél. Nú get ég sko farið að dæla inn myndum. Það Þarf bara að taka þær fyrst :) Haukur er svo upptekin að prófa allt á þessari myndavél að hann má ekkert vera að því að taka bumbu myndir af mér :) En hvað get ég sagt hann er búinn að fá nýtt dót og þarf aðeins að fá að prófa og leika sér :)

jæja komið nóg í bili...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home