Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, apríl 02, 2006

Skyndibitamatur...

Ja eða vöntun á honum öllu heldur!! Ohhh... ég dreymdi svo fallegan draum við Haukur vorum að kaupa okkur Kentucky. Já það hljómar kannski undarlega en þetta var virkilega góður draumur! Ég vaknaði með vatn í munninum og mikla löngun í Kentucky! En auðvitað þar sem að Danir eru bara með versta skyndibitamat í heimi og engann Kentucky í Odense verð ég bara að láta mér nægja pizzabrauð í ofni!! Ein mjög ósátt!!!!

Þannig að hér er listinn yfir það sem að mín ætlar að fá sér þegar að hún kemur til Íslands:
  1. Cheerios
  2. Ostaslaufa og Kókómjólk
  3. kleinuhringur
  4. Kentucky
  5. og allt það sem að mig hefur langað í en man bara ekki akkurat núna :)
Jæja pizzabrauðið er tilbúið... jeij...

tútilú...

1 Comments:

  • At 10:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    my god hvað ég skil þig marr díses pítusósa og allt það og að sjálfsögðu mömmumaturinn. . . hann er náttúrulega langbestur sko

     

Skrifa ummæli

<< Home