Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, september 16, 2004

Jæja vegna fjölda áskoranna (þó aðallega kvartanna) hef ég ákveðið að skrifa smá

Ég er byrjuð í nýja skólanum og það er alveg rosalega gaman í honum. Ég alla vega nenni að læra sem er eitthvað annað en í háskólanum ;) Þetta er rosalega lítill skóli þar sem að allir þekkja alla og enginn leið að svindla og læra ekki heima :) sem er bara mjög gott!!!
Ég er eini íslendingurinn sem að mun vera í þessum bekk þ.e. allann tímann því að núna er ein íslensk stelpa með mér í bekk, sem að er svona skiptinemi frá Íslandi í eina önn. Verð að viðurkenna varð rosalega feginn að hafa einhvern samlanda með mér ;) Og reyndar mjög feginn að kynnast einhverri kvenkyns hérna þar sem að allar gellurnar eru bara stungnar af heim til Íslands og skildu mig eftir eina í strákasúpunni!!!!!
En það er reyndar eitt sem að er ekki nógu gott, ég er búin að kaupa bækur fyrir um 60.000 íslenskar kronur og er ekki búin að kaupa allar bækurnar og á meira að segja stærstu bókina eftir sem að kostar aðeins um 17.000 krónur!!!!!!!! Þetta er solldið mikil geðbilun, mér var sagt að ég mætti gera ráð fyrir að þurfa að eyða í kringum 120.000 krónum í bækur fyrir þetta árið, sem þýðir fyrir þessa önn þar sem að ég er í praktik á næstu önn og á ekki að kaupa neinar bækur fyrir það!! Það mætti halda að þau haldi að námsmenn séu einhverjir millar!!!
En það er nú samt allt í lagi því að þetta er rosalega skemmtilegt, allavega en sem komið er ;) Það er rosalega mikið verklegt og mikið gert til þess að maður skilji það sem að fer fram í tímum. Svo er líka svo æðislegt fólk með mér í bekk, þau vilja öll hjálpa mér af því að ég er vitlausi útlendingurinn ;)
Ohh það er bara alla danska þjóðin í sorg hjónakornin Jóakim og Alexandra bara að skilja!!! Danir eru svo uppteknir af þessu blessaða kóngafólki sína að það er ekki fyndið!! Þetta verður í fréttum hérna þar til að hann giftist aftur, þið getið bókað það!!!
Brúðkaup um helgina hjá Möggu og Jónsa, og ég því á leið í flugvélina á morgun hlakka ekkert smá til þess að mæta í brúðkaupið ;) Og ég er að deyja úr forvitni, mig langar svo mikið að vita hvernig kjól Magga verður í, en það er leyndó!! Maður verður bara að bíða og sjá ;)
jæja er farinn að pakka og skipuleggja í litlu töskuna, ætla ekki að vera með yfirvigt á leiðinni út aftur ;) er nefnilega búin að lofa íslensku brennivíni og hákarli og ýmsu íslensku góðgæti til bekkjafélaga minna ;)
Bless í bili Heiðrún
P.s. ég lofa engu með áframhaldandi blogg ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home