Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, mars 13, 2004

Bilka - Þar sem allt fæst!!

Já við ákváðum að matarleysið á heimilinu gengi ekki lengur. Við erum vön að fara í Bilka svona einu sinni í mánuði og fylla á byrgðirnar. Bilka er sem sagt svona HUGES búð þar sem að allt fæst. Nú voru reyndar liðnir tveir mánuðir frá því að við fórum síðast þannig að meira að segja frystirinn var orðinn tómur og þá er nú eitthvað mikið sagt!! Við keyptum mat fyrir 1300 danskar krónur!! sem eru tæpar 16000 ísl kr. Já það er mikill matur! Og það besta við það er að við þurftum að dröslast með allan matinn heim í strætó! Já í Danmörku verður maður að taka strætó í búðina og til baka, hva það tekur ekki nema 3 tíma við vorum farinn út á hádegi og komum aftur heim kl 4.

Ég var að horfa á norska idolið í dag og það verður nú bara að segjast að það er þvílíkur stigsmunur á því og því íslenska! Þetta var fyrsti svona live þátturinn og það voru allir sem að sungu geðveikt vel nema einn. Hann var líka kosinn út núna! Það er nú kannski ekki skrýtið þar sem að það búa svo margir í Noregi en ekki á Íslandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home