Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, desember 13, 2003

allt á hvolfi!!!!!!

Já íbúðin er á hvolfi, glös, bjórflöskur og sykur út um alla íbúð! Haukur og félagar hans úr skólanum voru að fagna verkefnaskilum og skólalokum fyrir jól. En sem betur fer mín vegna þá er komið að Hauki að ganga frá hehehe!! Þetta var nú líka hans partý!! Verst er bara að hann er of þunnur til þess að hreyfa sig eitthvað núna! En draslið fer ekki langt ;)

Bara fimm dagar þangað til að við komum heim!!!!! Ekkert smá mikil gleði það!! Ótrúlegt hvað maður er farinn að sakna skersins mikið, maður er hættur að nenna að hlusta á þessa dönsku í bili ;) Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað danir eru latir við að tala eigið tungumál! Þetta er svona muldur, þeir nenna aldrei að klára orðin, þeir tala svona "lazy language" og það er stundum bara ótrúlega erfitt að skilja þá!! Svo lagast þetta allt örugglega þegar að maður kemur út aftur eftir allt jólastressið heima á skeri ;)

Í fyrsta skipti ever þá erum við bara búin að kaupa alle julegaverne! þannig að við komum bara afslöppuð heim og njóta jólafílingsins! Það vantar nefnilega solldið þetta jólalega hérna í DK, það eru allir að spara, rafmagnið er svo dýrt, þannig að það er örlítill jólaljósaskortur hjá okkur. Ekkert sem að maður er ekki fljótur að vinna upp þegar að maður kemur á skerið ;)

Núna verður maður að fara að læra eitthvað svo að maður geti notið þess að vera í fríi um jólin ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home