Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, nóvember 29, 2003

ohhhhhhhhhh

Ég hata þetta helvítis djöfulsins bloggggggg ég var búin að sitja í um 2 tíma og skrifa og þá bara sloknaði á síðunni og allt sem ég var búin að skrifa datt út og það í annað skipti!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það á ekki af manni að ganga, ég þoli ekki þetta net!! það er alltaf að henda manni út og skemma fyrir manni!!!

Jæja ætli ég verði þá ekki að reyna að gera einhverskonar úrdrátt úr því sem ég var búin að skrifa.

Það er svo sem ekkert svakalega mikið að frétta lífið hér er komið í fastar skorður vakna fara í skólan læra koma heim læra meira og fara að sofa ;)
Þetta minnir mann helst á rútínuna í MR, ekki það að maður hafi ekki verið solldið duglegri að lyfta sér upp þar og slórað ;););)

Annar hluti af rútínunni hérna úti er að koma heim kveikja á tölvunni og njósna um fólkið á klakanum! Maður byrjar á því að kíkja á allar þessar blessuðu bloggsíður og svo vafrar maður bara um netið.
Mér til mikillar ánægju þá rakst ég á þessa skemtilegu mynd af Möggu og Gyðu og ég verð bara að fá að deila þessari ánægju með ykkur ;)

http://www.hi.is/~umbygg/myndir/view.php?stadur=faranleikar03&i=15

Ég er svo svekkt yfir því að hafa misst af þessu !! Það er nú ekki oft sem að maður sér bestu vinkonur sínar í svona sexy galla ;)

Ohh það var svo gaman áðan hún Ráðhildur hringdi í mig og við höfðum svo mikið að segja að við þurftum bókstaflega að slást um orðið.
já það er alltaf gaman að heyra í fjölskyldunni sinni manni lýður svo vel eftir það!! Það er nefnilega ekki laust við það að maður sé farinn að sakna skersins alveg heil mikið. Það nefnilega vantar solldið snjó hérna hjá okkur það er bara heitt og það er bara asnalegt svona í nóvember næstum desember.

Annars er nú svo stutt í að við komum heim ekki nema 20 dagar!! Gjafir og blóm afþökkuð, ef þið viljið styrjka fátæka námsmenn þá er opinn bankareikningur í íslandsbanka í Hafnarfirði ;)

Hva maður má nú gera sér vonir ;)

jæja ætli ég fari ekki bara að senda þetta svo að þetta týnist ekki aftur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home