Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, desember 29, 2003

Jóla og áramóta bloggið

Já ég er sko ekkert smá löt við það að blogga! Maður bara hefur einhvern veginn aldrei tíma til þess, loksins þegar maður kemur í frí til Íslands þá er svo brjálað að gera hjá manni að það er varla hægt að kalla þetta frí ;)
Ekki bætir það úr skák að enn og aftur er ég komin með jóla flensuna !! Þetta loðir eitthvað við mig jól og flensa er alveg hætt að kippa mér upp við þetta.
Annars höfum við átt alveg frábær jól hérna í íbúðinni hjá Möggu og Jónsa. Munar ekkert smá miklu að vera svona í íbúð en ekki á gólfinu í foreldrahúsum ;) Og ekki skemmir það fyrir að fá bílinn að láni líka ;) Við erum nefnilega svottan Hafnfirðingar og verðum alltaf að vera þar á milli jóla og nýárs í flugeldasölu og sýningu, ja alla vega sá helmingur sem ekki er veikur!

Ég var svo góð með mig þegar að ég var að pakka niður áður en að við komum heim, ég setti sko samviskuna niður í tösku í bókaformi. Verð nú samt að viðurkenna að ég hef ekki verið dugleg í þeirri deild, hef ekki opnað eina námsbók frá því að ég kom á skerið! Þetta er allur dugnaðurinn í manni haldiði að sé !! Maður gæti nú kannski friðað samviskuna og opnað bók á meðan að maður liggur í þessari flensu! Það bara samt svo erfitt að einbeita sér þegar að maður er lasin og með beinverki!!

Æ nenni ekki að sitja við þessa tölvu lengur bið að heilsa í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home