Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, febrúar 13, 2004

Biiib biiib biiib (bakkhljóð sko!)

ALLT getur nú gerst!!! .... og gerist!!!

Já ég fékk sko furðulegt símtal í kvöld (fimmtudagskvöld), og ætlaði ég sko ekki að trúa því sem að mér var sagt! Það ver keyrt inn í skólann hjá pabba!!! Já bara beint inn í miðja kennslustofu þar sem kennsla var í fullum gangi!! Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega, einn varð fyrir bílnum og rifbeinsbrotnaði en annars voru það bara skrámur af glerbrotum og eitthver svoleiðis lítil háttar meiðsl!! Og ég sem hélt að svona lagað gerðist bara í bíómyndunum! En svo er víst ekki. Það versta er að töluvert tjón hlaust af þessu margar tölvur skemmdust, borð stólar, veggir og rúða! Bíllinn fór nefnilega ansi langt inn hann var kominn alveg inn að vegnum á móti rúðunni það er hreinlega í gegnum stofuna!! Þetta er alveg ótrúlegt!

Það sem gerðist var víst að það var kona að keyra bíl sem að hafði nýlega verið breytt til að aka með fatlaða og hún kunni ekki alveg nógu vel á græjuna ,setti í bakkgír og bakkaði að fullum krafti beint inn í húsið! Hefur örugglega panikkað eitthvað því að hún fattaði ekki að bremsa! Konugreyið!

Já eins og ég sagði þá getur allt gerst... og gerist ;)

Annars hefur fólk eitthvað verið að kvarta yfir því hvað maður er latur að blogga!! Svo að þetta er kannski bara skemmtileg tilbreyting hehe svona ef að maður sér fyndnu hliðina á þessu ;)

Fórum á þorrablót um helgin hjá íslendingafélaginu! Það var nú meiri stemmingin já og meira sukkið. Svona ekta sveitaballa fílingur! Á móti sól var að spila. Verð nú bara að viðurkenna að ég hef ekki dansað svona mikið síðan að ég var skilduð til að dansa í MR-leikfiminni ;)

En núna er sko löngu kominn hátta tími þannig að ég heyri í ykkur seinna ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home