Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, mars 27, 2004

Páskaegg ;)

Við fengum æðislega gjöf senda frá mömmu og pabba á fimmtudaginn, við fengum páskaegg, kúlur, lakkrís og þrista ;) Það gerist bara ekki betra en það ;)
Það var nú reyndar ógeðselega fyndið, pabbi var búin að hafa svo mikið fyrir því að pakka páskaegginu inn í svona loftbóluplast og setja það í kassa sem var merktur brothætt, en páskaeggið fór samt í döðlur! Það var í þúsund molum ;) En það gerir það bara ennþá girnilegra nú sjáum við allt nammið sem er inni í því ;) Gerir biðina reyndar miklu erfiðari... það er svo langt í páskana... maður er eins og lítið barn ;) Það er kannski þess vegna sem að pabbi og mamma sendu svona mikið auka nammi þau hafa vitað að við gætum ekki beðið ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home