Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, mars 29, 2006

Prufa


Jæja ákvað að prófa tæknina og sjá hvort að ég gæti sett inn myndir á bloggið og viti menn það bara tókst ekkert mál :) Það er svolítill munur frá gamla blogginu, þar var sko ekkert hægt að setja inn myndir bara svona ekkert mál!
Hér er mynd af mér í 12-13 viku, það er nú ekki mikið að sjá :) bara pínu bumba, það er bara eins og ég hafi borðað aðeins of mikið í kvöldmatnum :)

Annars er nú bara allt gott af okkur að frétta. Nóg að gera í skólanum hjá mér og meira en nóg að gera í vinnunni hjá Hauki :) Ekki laust við það að manni sé farið að hlakka til páskafrísins. Ég ætla að koma heim til Íslands og njóta gestrisni fjölskyldu og vina og Haukur ætlar að skella sér með strákunum til Frakklands þar sem að þeir ætla að skreppa á skíði og örugglega fá sér öl eða tvo :)
Það verður sko alveg yndislegt að komast aðeins í smá frí og ekki hugsa of mikið um skólann eða vinnuna. Get nú samt ekki alveg sleppt því að hugsa um skólann þar sem að ég er að fara í stórt próf eftir páska, en eins og hjá sönnum Íslendingi, þá er mottóið: Þetta REDDAST, er þaggi? :)

Jæja best að fara að reikna eðlisfræði próf eftir 13 daga!!!!

4 Comments:

  • At 6:14 e.h., Blogger Magga said…

    Hæhæ bumbulína, ekki þó að það sjáist nokkuð á þér af viti ;)
    Hlakka til að sjá þig/ykkur :)
    kv,Magga

     
  • At 9:35 e.h., Blogger Magdalena said…

    Til hamingju með bumbubúan sweetiepie! Þarf að fara að fylgjast með hérna, vonandi verður póstað oftar en einu sinni á ári :D

    kossar úr Hfj

     
  • At 4:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ohhh þú ert svo mikil dúlla snúsan þín. Ég held að þetta eigi nú bara eftir að fara þér mjög vel enda ekki við öðru að búast :)
    Kv. . . .kata dk

     
  • At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohh my god!!!!!!!En spennandi! Þú verður sætasta óléttulína í geymi! Til hamingju dúllan mín og innilegar hamingjuóskir til hauks líka.Næ þér vonandi bráðum á msn skvís:)

    Knús
    Ásta,Gústi og Kormákur Pétur

     

Skrifa ummæli

<< Home