Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, mars 31, 2006

Djö.... kommentakerfi!!!

Oh... ég var að reyna að breyta þessu kommentakerfi þannig að fólk þurfi ekki að skrá sig inn og eitthvað vesen til að geta skrifað!! En það bara gengur ekki neitt. Eins mikið tölvunörd og ég get verið þá get ég bara ekki fundið út úr þessu!! Er einhver sem veit hvað ég á að gera?? Hjálp...

Annars er þetta búin að vera góður föstudagur hjá okkur. Við fórum í sónar í morgun og hnakka... eitthvað (veit ekki hvað það heittir á íslensku) var skannað. Þetta var tilraun tvö þar sem að krílið vildi ekki liggja rétt í síðustu viku! Þetta tókst núna, þó með herkjum, og við fengum að vita að það væru mjög litlar líkur á down syndrome hjá okkur. Litla krílið var ekkert á því að láta skoða sig og vildi alls ekki gera það sem að það átti að gera :) En krílið dafnar vel það er orðið 7 cm langt og höfuðið er 2 cm í þvermál. Það fundust líka fætur, hendur, hjarta og hryggur og að mínu mati var það náttla bara allt fullkomið :)

2 Comments:

  • At 2:39 e.h., Blogger Magdalena said…

    Hnakkaþykktarmæling, eitthvað svoleiðis. Hvað veit ég annars... :D

     
  • At 5:42 e.h., Blogger Bryndis said…

    hæ hæ... tu getur bara farid inn i templatid og blogger hlutann, og eytt tar ut allt sem er med comment ad gera og sett i stadinn svona haloscan kommentakerfi,

    http://www.haloscan.com/

    en tar eru alveg imbaheldar leidbeiningar, og ta færdu lika broskalla og svona.

     

Skrifa ummæli

<< Home