Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, júní 04, 2006

Smá blogg

Það sakar víst ekki að blogga smá :) Er hvort eð er að bíða eftir Maj, stelpunni sem að ég er að skrifa verkefnið með.

Það er ósköp fátt að frétta, maður er farin að sjá fyrir endanum á þessum prófum og leiðindum, bara 2 próf og skil á 1 ritgerð eftir og svo sumarfrí :) Eða næstum því... Þarf víst að fara að vinna. Fékk loksins svar frá spítalanum og auðvitað geta þau bara boðið mér þær vikur sem að ég var búin að segja að ég gæti ekki unnið! Týpískt!!! Ég ætla að tala við þau á þriðjudag og sjá hvort að það sé kannski hægt að hagræða þessu eitthvað. Vonandi!

Jæja þá er Maj komin og ég verð víst að hætta og fara að glápa meira á tölvuskjáinn! það er nota bene 20 stiga hiti og sól. Ég er ekkert öfundsjúk út í Hauk og strákana sem eru búnir að plana rólegan dag í kolonihaven... alls ekkert...

3 Comments:

  • At 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ babe...
    Ég öfunda þig heldur ekkert að "fá" að sitja inni í sólinni og 20 stiga hitanum:)

     
  • At 9:37 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Takk ástin alltaf jafn hugulsamur :) Ekki það að ég viti ekki hversu stórt glott var á andlitinu á þér þegar að þú skrifaðir þetta :)

     
  • At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hahaahha þið eruð æðisleg
    en gangi þér vel dúlla með ritgerðina og takk aftur fyrir að hjálpa mér með mína :)þetta er allt að smella saman. . . vonandi. . held að endurnar mínar séu nefnilega farnar að sakna mín !!!

     

Skrifa ummæli

<< Home