Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, maí 15, 2006

Kolonihave!

Já það er mikið að gerast á mánudegi hjá okkur Hauki :) Við vorum að kaupa kolonihave í dag :) Hann er i ca. 10 mín. göngufjarlægð héðan og alger draumur í dós!! Og fyrir ykkur Íslendingana heima sem ekki vita hvað Kolonihave er þá er það svona garður og lítið sumarhús sem að maður kaupir. Hér getur maður ræktað ýmislegt grænt og haft það gott og grillað yfir sumarið :) Hér er ég í garðinum:













Haldiði að það verði ekki geggjað að fara og grilla og spila útileiki í sumar í blíðunni!!! Ji ég get ekki beðið :) Ég væri sko þar núna ef að það væri ekki rigning akkurat núna :(

En yfir í allt annað, bumbumyndir segið þið!

Hér er ég komin 19 vikur á leið og farin að vaxa aðeins :) Ekki hægt að segja annað en að maður sé aðeins farin að finna fyrir krílinu :) Í hvert skipti sem að ég fer að sofa byrjar kikboxið :)














Hér er svo sónarmyndin sem að tekin var í dag 19 vikur + 3 dagar :)

Við fengum að vita að allt liti eðlilega út og að barnið passaði upp á millimetra í lengd á kroppi og stærð á höfði.
Við fengum ekki að vita hvort kynið væri enda óskuðum við þess ekki :)
En hér er litla krílið með höfuð sitt, hrygg og læri.

Jæja er farin að borða og ganga frá áður en að Magga og jónsi koma :) tútilú...

2 Comments:

  • At 11:27 f.h., Blogger Bryndis said…

    gaman að sjá myndir :)

    Hlakka til að kíkja í heimsókn í kolonihaven.

    kv. Bryndís

     
  • At 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    til hamingju með garðinn, það er aldeilis stæll á ykkur hjónaleysum, bið að heilsa möggu og jónsa!

    Sigrún Jóna

     

Skrifa ummæli

<< Home