Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, maí 13, 2006

Studietur og sumarblíða...

Það er sko aldeilis búið að vera nóg að gera síðustu daga. Ég fór með skólanum í studietur til Esbjerg í síðustu viku, þar sem að við vorum á MRI og CT námskeiði, eða á íslensku á segulómskoðunar og sneiðmyndatöku námskeiði. Námskeiðið heppnaðist mjög vel í alla staði og var maður dauðþreyttur og útkeyrður þegar að heim var komið á fimmtudagskvöldið. Ekki er hægt að segja annað en að bekkurinn minn hafi verið ótrúlega heppinn með veður! Alla dagana sem að við vorum í Esbjerg var sól og blíða og hitastigið fór aldrei niður fyrir 20-25 stiga hita.

Í gær fórum við Haukur svo og hittum allt íslenska liðið af Raskinu og spiluðum landskamp í rundbold við danina á kolleginu. Því miður töpuðum við 21-25 en það gerir ekkert til þar sem að við fengum dýrindis veður og smá lit á kroppinn. Erum líka búin að heimta ree-match sem að við fáum örugglega í ágúst :) Það er kannski bara ágætt þá getum við æft okkur og lært allar þessar blessuðu reglur sem að Danirnir eru með :)
Um kvöldið grilluðum við svo með Kötu og Einari þar sem að mikið var "rökrætt" um velferðakerfi ýmissa landa.

Framundan eru svo langar og strangar 3 vikur í verkefnaskrif þannig að ég veit ekki hvort það verði mikið um blogg hér!! Það er samt aldrei að vita að maður nái að fá Hauk til að skrifa svona einu sinni :) Yeah right...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home