Ævintýri eitt :)
já þessi litli prins okkar er ævintýri eitt, það er ekki hægt að segja annað :) Það er margt búið að gerast hjá okkur þessa fáu daga sem að við erum búin að vera heima. Hann er t.d. mjög dugelegur að pissa á mömmu sína! Hefur einnig einu sinni hæft pabba sinn, mömmu til mikillar gleði og yndisauka :) Við erum búin að fá heimsókn af sundhesdplejersken og hún var rosalega ánægð með kútinn okkar! Hann þyngist vel og bregst við eins og hann á að gera og er bara fullkominn :)
Við erum einnig búin að fara út að labba og hann komst að því að það er bara ótrúlega gott að lúlla sér í vagninum! Maðurinn sofnaði bara um leið og vagninn fór að hreyfast :)
Litli mann fór einnig í sitt fyrsta bað í dag og var aldeilis hlessa á þessu öllu saamn! Hann lyfti alltaf löppunum upp úr vatninu og skildi ekkert af hverju mamma var alltaf að troða þeim aftur ofan í :) en notó var baðið samt sem áður :) Við foreldrarnir fengum að sjá mjög svo krullaðann haus eftir baðið þar sem að dökka hárið verður bara alveg krullað þegar að það blotnar ekkert smá flottur :)
Hér er ég að prufa ömmustólinn sem að Viktor Daði lánaði mér. Hann er rosalega þægilegur þó sérstaklega þegar mamma ruggar honum :)
Annars er það að frétta af okkur að við erum búin að panta flug heim fyrir jólin og munum við koma að kvöldi til þann 22. des. og munum við stoppa í rúmar 3 vikur og fara heim þann 14. janúar. Það verður vonandi nógu langur tími til að maður geti nú hitt allt liðið :) Svo verður tækifærið notað og litli guttinn skírður á meðan að við erum heima. En meira um það seinna :) Núna er ég að vinna í því að setja inn myndir á Barnaland þannig að ég ætla að halda áfram að vinna þær og hætta að rausa hér :)
Knús Heiðrún
Við erum einnig búin að fara út að labba og hann komst að því að það er bara ótrúlega gott að lúlla sér í vagninum! Maðurinn sofnaði bara um leið og vagninn fór að hreyfast :)
Litli mann fór einnig í sitt fyrsta bað í dag og var aldeilis hlessa á þessu öllu saamn! Hann lyfti alltaf löppunum upp úr vatninu og skildi ekkert af hverju mamma var alltaf að troða þeim aftur ofan í :) en notó var baðið samt sem áður :) Við foreldrarnir fengum að sjá mjög svo krullaðann haus eftir baðið þar sem að dökka hárið verður bara alveg krullað þegar að það blotnar ekkert smá flottur :)
Hér er ég að prufa ömmustólinn sem að Viktor Daði lánaði mér. Hann er rosalega þægilegur þó sérstaklega þegar mamma ruggar honum :)
Annars er það að frétta af okkur að við erum búin að panta flug heim fyrir jólin og munum við koma að kvöldi til þann 22. des. og munum við stoppa í rúmar 3 vikur og fara heim þann 14. janúar. Það verður vonandi nógu langur tími til að maður geti nú hitt allt liðið :) Svo verður tækifærið notað og litli guttinn skírður á meðan að við erum heima. En meira um það seinna :) Núna er ég að vinna í því að setja inn myndir á Barnaland þannig að ég ætla að halda áfram að vinna þær og hætta að rausa hér :)
Knús Heiðrún
3 Comments:
At 9:47 e.h., Nafnlaus said…
Rosalega er strákurinn myndarlegur, ekkert smá flottur! Mann langar bara að knúsa hann og kyssa ;o) Hafið það áfram gott, vona að maður nái að sjá ykkur öll um jólin.
At 4:07 e.h., Nafnlaus said…
Hlakka til að sjá ykkur um jólin:)
Hann er svakalegt krútt.
Anna Frænka
At 12:22 e.h., tóta said…
hóhó, langaði bara til að segja til hamingju með litla strákinn! þið systurnar eruð aldeilis að standa ykkur vel í að gera heiminn fallegri :D:D
knús frá birmgingham, tóta víóla
Skrifa ummæli
<< Home