Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, september 21, 2006

Loksins eitthvað að segja frá!

Ég er búin að ætla mér að blogga núna í langan tíma en hef bara ekki haft neitt að segja. Það er nú ekki margt sem drífur á manns daga svona þegar að maður er bara að bíða eftir litla krílinu. En í dag gerðist nokkuð sem að mér þykir ansi furðulegt hjólinu mínu var stolið! HJÓLINU MÍNU!!! Þetta er mesta drusla sem fyrir finnst og henni af öllum læstu hjólunum hérna fyrir utan var stolið! Nýja hjólið hans Hauks var við hliðina á mínu hjóli mað alveg eins lás en það var látið vera, ég skil ekki alveg hvað þjófurinn var að spá en ég vona bara að hann slasi sig á druslunni minni. Ég meina gírarnir virka ekki og ekki heldur bremsurnar svo verði honum bara að góðu, ég hef þá allavega afsökun til að kaupa mér almennilegt hjól þegar þar að kemur :)
Það er nú samt mikið um þjófnað hérna á kolleginu þessa dagana, alltaf verið að vara við að skilja ekki neitt eftir ólæst eða opnar hurðir. Þetta er alveg óþolandi pakk það fær ekkert að vera í friði! Og svo eru þessi leigusamtök svo nísk að þau tíma ekki að hafa almennilegt öryggi hérna með svona securitas þjónustu... nei þau senda bara mail til okka sem að segir að það er mikið um þjófa núna svo passið ykkur en við ætlum ekkert að gera í því! hálvitar!!
Aðeins að fá smá útrás hérna :)

Annars er Haukur búin að setja inn nokkrar myndir á myndasíðuna okkar fyrir þá sem að hafa áhuga :)

Jæja ætla að fara og athuga hvort að ég geti ekki flýtt einhvern vegin fyir komu þessa krílis... er orðin solldið þreytt í kroppnum :)

Knús Heiðrún María

5 Comments:

  • At 7:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æðislegar myndirnar af þér og fallega teknar af honum hauk! :o)

    nú styttist í krílið... gangi ykkur vel! ;o)

    Knús, Berglind baun

     
  • At 9:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæhæ,

    man ekki hvort ég var búin að óska ykkur til hamingju með bumbukrílið en ég geri það þá bara aftur, til hamingju ;) og gangi ykkur vel.

    Er búin að fylgjast með, svona með öðru auganu allavegana.

    Annars er ég komin á fullt í geislafræðina hérna heima og líkar vel. Fer sjálf í smá fæðingarorlof í byrjun næsta árs þó ég ætli að reyna að halda í við stelpurnar sem eru með mér á fyrsta ári. Ég tek þetta bara á íslenska mátann: Þetta reddast :)

    Kær kveðja Sólveig

     
  • At 9:56 f.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Til hamingju pæja :) Æðislegar fréttir! Hvenær ertu sett? ji næst þegar að það verður svona DK reunion heima þá verður bara fullt af krílum :)

    Hvernig líkar þér í geislafræðinni? Ég vona að þú náir að halda í þínar vinkonur og eins og þú segir: Þetta reddast :) Þetta reddast alltaf hjá svona ekta íslendingum eins og okkur :)

    knús frá Dk Heiðrún og bumbubúi :)

     
  • At 3:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja hvað segiru, er ekkert að gerast? ;)
    Kveðja, Ása

     
  • At 9:17 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Nei ekki ennþá! Bíð og vona að það fari eitthvað að gerast fljótlega. Er orðin solldið óþolinmóð :)Ætti ekki að vera það þar sem að ég er ekki einu sinni komin á dag :) En svona er þetta nú :)

     

Skrifa ummæli

<< Home