Vinna, hiti og hversdagsleikinn...
Jæja þá eru allir gestirnir okkar farnir og við hjónaleysurnar orðin ein i koti. Það er sko ekki laust við að maður sakni allra og gauragangsins sem að þeim fylgdi. Maður er bara komin í vinnu og hversdagsleikinn tekinn við! Ekki það að ég njóti þess ekki að vera í vinnunni, get ekkert kvartað þar. Ég fékk þá vinnu sem að ég var að vonast eftir og allir alltaf jafn æðislegir þar :) Það eina sem að ég get eitthvað kvartað yfir er þessi blessaður hiti!! Það er svo erfitt að vinna í svona miklum hita hlaupandi fram og til baka allan daginn og ekki hjálpar það að ég er með risa kúlu framan á mér sem er eins og bakaraofn!
Ég ætti ekkert að vera að kvarta því fyrr en varir verður aftur orðið kalt og ég farin að sakna góða veðursins! Er þetta ekki bara týpískt? Maður getur alltaf fundið eitthvað að kvarta og væla yfir...
Ég er annars búin að setja fullt af myndum frá sumarfríinu, bumbumyndir og nýjar sónarmyndir inn á barnaland hjá litla krílinu okkar þannig að það er um að gera að kíkja á það :) Linkurinn er hægra meginn á síðunni okkar. Stundum birtirs ekkert hægra meginn hjá sumum og þá þarf maður bara að skrolla alla leiðina niður og linkarnir eru þá allir neðst. Ég veit ekki af hverju þetta gerist en það fer allt eftir því í hvaða tölvu maður skoðar þessa síðu hvort að maður sjái linkana til hliðar eða neðst... Mjög pirrandi!!
jæja er farin að gera eitthvað að viti er búin að vera í tölvunni í marga tíma núna...
Ég ætti ekkert að vera að kvarta því fyrr en varir verður aftur orðið kalt og ég farin að sakna góða veðursins! Er þetta ekki bara týpískt? Maður getur alltaf fundið eitthvað að kvarta og væla yfir...
Ég er annars búin að setja fullt af myndum frá sumarfríinu, bumbumyndir og nýjar sónarmyndir inn á barnaland hjá litla krílinu okkar þannig að það er um að gera að kíkja á það :) Linkurinn er hægra meginn á síðunni okkar. Stundum birtirs ekkert hægra meginn hjá sumum og þá þarf maður bara að skrolla alla leiðina niður og linkarnir eru þá allir neðst. Ég veit ekki af hverju þetta gerist en það fer allt eftir því í hvaða tölvu maður skoðar þessa síðu hvort að maður sjái linkana til hliðar eða neðst... Mjög pirrandi!!
jæja er farin að gera eitthvað að viti er búin að vera í tölvunni í marga tíma núna...
2 Comments:
At 2:59 e.h., Magga said…
Elsku Heiðrún, vonandi líður ykkur mæðginunum vel og svosem pabbanum líka :)
Sakna ykkar helling og vildi að við gætum gert okkur góðan dag í góða veðrinu sem hefur ákveðið að láta sjá sig hér loksins.
Farið vel með ykkur og njótið sumarsins þrátt fyrir vinnu.
Heyrumst seinna :)
At 5:48 e.h., Heidrun Maria said…
Takk Magga mín :) við höfum það bara alveg ágætt. Það er bara allt of heitt og rakt hérna!! Spáin segir að hitinn eigi ekkert að fara niður fyrir 30 gráðurnar næstu vikuna!! Verð að viðurkenna ég vildi miklu heldur vera í góða veðrinu heima á Íslandi með ykkur :) Við söknum ykkar líka og vildum óska að við gætum kíkt heim í sumar!! En við komum heim um jólin og verðum örugglega í 3 vikur. Við vonandi náum að hittast :)
Knús frá Dk. Heiðrún, Haukur og litla kríli :)
Skrifa ummæli
<< Home