Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Sól og sumarsæla...

Já það er sko aldeilis kominn tími á smá blogg. Það er ekki hægt að segja annað en að sumarið hafi leikið við okkur "danska" liðið síðast liðnu daga. Það er búið að vera yfir 30 stiga hiti og eiginlega bara hálf ólíft úti! En maður má víst ekki kvarta því að þá kemur rigningin og ekki viljum við hana.
Annars er bara nóg að gera þessa daganna þar sem að við erum með fullt hús af frábærum gestum. Ráðhildur systir og fjölskyldan hennar og Ragnar komu síðasta föstudag og svo núna á þriðjudaginn komu mamma og pabbi okkur á óvart og komu labbandi inn í kolonihaven þar sem að við sátum og spiluðum. Ekki leiðinlegt það!!! Þannig að nú er bara hele familien mætt á svæðið til að njóta góða veðursins, alveg frábært!! Þá er bara að vona að það endist. Spáin er reyndar ekkert of góð, við verðum bara að bíða og sjá...

Jæja verð að fara að klæða mig og koma mér á fætur...

2 Comments:

  • At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er glæsilegt að fá alla fjölsk.í einu. Annars eru litlu krílin lang sekmmtilegust:) Hvernig væri að setj myndir inná af ykkur öllum
    Bið rosalega vel að heilsa og svo má mamma þín láta mig vita þegar hún fer af landi brott skamm skamm.
    Anna frænka

     
  • At 2:17 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Hæhæ, ég er genginn nær 29 vikur og það gengur bara mjög vel. Litla krílið lætur sko aldeilis finna fyrir sér :) Mjög vinsælt að nota þvagblöðruna mína fyrir trommu!! Mamman er ekki alveg jafn hrifin af því! En hvað getur hún gert? Annars er það bara hitinn sem er að fara með mig núna. Það er ekkert grín að vera óléttur í 30 stiga hita og sól!! Ekki það að maður megi vera að kvarta yfir sólinni þar sem að þið fáið nú ekkert af henni. Við hjónaleysurnar komum heim um jólin og stoppum væntanlega í einhvern tíma þannig að ég læt pottþétt í mér heyra þegar að við komum :)

     

Skrifa ummæli

<< Home