Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, júlí 31, 2006

aahhhh...

Já viti menn þá er maður skyndilega kominn til Íslands í "svala" veðrið þar :) Mínir yndislegu foreldrar ákváðu að bjóða okkur heim og þáðum við það með þökkum :) Þau töluðu við okkur síðasta fimmtudagskvöld og var ég komin í flugvélina minna en sólahring seinna :) Hentaði mér mjög vel því að Sissa var einmitt að gifta sig síðasta laugardag og náði ég þar með að taka þátt í yndislegum degi hennar og Stulla :) Haukur er samt því miður ekki enn kominn til landsins en hann mun koma næsta föstudag. Hann þarf víst að vinna karlinn :(

En eins og ég var að segja þá náði ég að vera með í brúðkaupi Sissu og Stulla og var það alveg frábær dagur í alla staði!! Þau voru svo hamingjusöm og falleg! Ég er alveg viss um að þau hefðu viljað að dagurinn hefði verið aðeins lengri :)
Það sem var svo æðislegt við brúðkaup þeirra var að svo margir af þeirra vinum og ættingjum gátu tekið þátt í athöfninni og sjálfri veislunn, þar á meðal var presturinn mjög góður vinur Sissu úr skátunum og allt tónlistafólkið í kirkjunni og veislunni voru vinir og ættingjar sem að voru svo æðisleg að taka þátt í þessu öllu saman :) Alveg hreint frábært í alla staði!

Ég er nú ekki búin að vera á landinu lengi en er búin að hitta fullt af fólki og gera ýmislegt :) Er þar á meðal búin að fara í fjölskyldu og húsdýragarðinn!! Ég held svei mér þá að ég hafi síðast farið í hann þegar að Ragnar var pínulítill! Verð að segja að mér finnst þetta orðið mikið peningaplokk! Ég man ekki betur en að þegar maður var yngri að þá borgaði maður bara inn í garðinn og svo mátti maður fara í hvaða tæki sem er. Núna borgar maður 450 fyrir börn og 550 fyrir fullorðna inn og svo ef að maður vill fara í tæki eða leyfa börnunum að fara í tæki þá þarf að kaupa miða sem að kosta hvorki meira né minna en 170 kr. stykkið og svo kostar nokkra miða í hvert tæki! Það er dýr dagur að fara með fjölskylduna í þennann garð...

Jæja ætla að hætta að röfla og fara að gera eitthvað að viti eins og að fara í bað og slappa af :)
Set inn myndir frá brúðkaupinu þegar að ég kem aftur til Dk. Snúran er heima :)

Bið að heilsa í bili.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home