Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ekki bloggleti heldur tímaleysi :)

Já það er ekki hægt að segja annað en að tíminn fljúgi frá manni. Ég er búin að ætla mér að blogga í marga daga en það kemur alltaf eitthvað upp á um leið og ég sest við tölvuna! Það er eins og að kúturinn sé með einhvern skynjara á það að nú ætlar mamma að reyna að blogga og þá er best að vakna og rífa sig aðeins :) Já og svo er maðurinn nú líka búinn að vera með svo mikla magakveisu og leiðindi að hann hefur svo sem alveg góða afsökun fyrir þessu trufli sínu :) Litli maðurinn er svo orðinn 5 vikna gamall og braggast bara mjög vel, magakveisan er nú bara tímabundin þar sem að hún orsakast af sýklalyfjunum sem að mamma er að taka, þannig að við höfum nú ekki miklar áhyggjur af henni :) Ég er búin að setja mánaðarmyndir inn á barnaland og þar getið þið séð hvað maður er nú orðinn stór og mannalegur! Ég get meira að segja sagt ykkur hvað maður er orðinn stór og þungur þar sem að hjúkkan kom og mældi mann í gær. Guttinn er orðinn 56 cm langur og 4,5 kg þannig að maður dafnar nú bara aldeilis vel :)

Annars er nú bara ýmislegt að frétta af okkur héðan úr Odense. Við erum búin að fá tilboð í nýja íbúð sem að er helmingi stærri en þessi sem að við erum í eða um 85 fermetrar. Íbúðin er í hinum enda bæjarins í skemmtilegu og barnvænu umhverfi. Við tókum tilboðinu og fáum íbúðina afhenta þann 1. des kl 12:00. Þannig að loksins loksins erum við að fara að flytja! Ég er komin með svo mikið ógeð af íbúðinni sem að við erum í núna ég er gjörsamlega að kafna! Það er svo lítið pláss að það liggur við að það séu göngustígar á milli dralsins okkar! Vagninn stendur í stofunni ásamt bílstólnum og ömmustólnum, tölvan er við hliðina á sjónvarpinu þannig að ef ég er að horfa á sjónvarpið og Haukur er í tölvunni þá er ég í raun og veru að horfa bæði á þáttinn og tölvuleikinn! Æðislegt! Og já og var ég búin að segja að það er bæði eldavél og ofn í nýju íbúðinni! Þvílíkur lúxus, já og stór ískápur með frysti! Þetta hljómar kannski furðulega fyrir ykkur heima á Íslandi en hér hjá okkur í Odense þá er það bara enginn sjálfsagður hlutur að maður sé með ofn og góðan ískáp!! Þetta þýðir að ef að maður ætlar t.d. að elda hátíðarmat að þá þarf maður ekki að eyða öllum deginum í að elda. Hér er það þannig að ef ég ætl að elda eitthvað fínt þá þarf ég að planleggja hvað á að elda fyrst þar sem að við erum bara með tvær hellur! Þannig að maður byrjar á því að sjóða kartöflur og laga sósu svo steikir maður kjöt og hitar grænmeti! Svo þegar að allt er tilbúið hitar maður sósuna upp fyrir matinn! Elska þetta kollegí :)

Í gær varð svo allt rafmagnslaust hjá okkur. Reyndar ekki kollegínu að kenna :) Allt í einu varð bara allt kolsvart og hljóðlátt! Verð nú að viðurkenna að þetta var nú bara svaka rómó! Við kveiktum á fullt af kertum og sátum og kjöftuðum saman með drenginn á milli okkar í sófanum. Ótrúlegt hvað maður tekur ekki eftir öllum aukahljóðunum sem að koma af rafmagnstækjunum manns! Það varð allt svo rosalega kyrrt og hljótt. Þetta mynnti mig á þegar að ég var upp í sumarbústað hjá ömmu og afa þegar að ég var lítil. Ekkert rafmagn bara hugguleg kertaljós og gaslampar. Við sátum öll við litla eldhúsborðið í Hamrahlíðinni með heitt kakó og spiluðum eitthvert spilið. Gerist ekki betra!
Stundum vildi ég að það yrði rafmagnslaust oftar :)

En jæja þá er guttinn farinn að æpa á mömmu sína...

Skrifa aftur þegar að ég get :)

knús Heiðrún

6 Comments:

  • At 9:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með íbúðina! Það verður æðislegt að flytja, gangi ykkur vel!
    Knús.

     
  • At 2:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju. Rosalega verður þetta flott hjá ykkur, fá bæði ískáp og eldavél. vááá´.
    Knús til ykkar

    Anna frænka

     
  • At 1:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vá til hamingju með nýju íbúðina!!!

    það er skrítið að stundum stend ég mig að því að nota bara 2 hellur þó að ég hafi 4 bara af gömlum vana

    hvar fengu þið íbúð?

    kveðja ólöf Axel og rúdolf

     
  • At 2:42 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Íbúðin er við Brombærranken 5 Odense SØ, sem að er svona um 1 km frá Bilka í áttina að motorvejen. Þetta er mun nær skólanum mínum en héðann og svo erum við nottla á bíl þannig að það er nú ekki erfitt að koma sér niður í bæ :)

     
  • At 5:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja, gkvöldið...
    Ég datt bara inn á þessa síðu og mundi síðan eftir því að einhvern tímann var frk. Heiðrún umsjónarmaður hjá mér í Björgúlfi... hehehe, nokkur ár síðan. En ég á allavega líka heima í Odense núna og aldrei að vita nema að við rekumst á hvort annað einhvern tímann...
    Kv. Andri Dani

     
  • At 6:52 e.h., Blogger Magga said…

    Til hamingju með nýju íbúðina. Hlakka til að sjá myndir :)

     

Skrifa ummæli

<< Home