Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Jæja þá er aldeilis komin tími á smá blogg!

Já ég er nú ekki búin að vera duglegasta stelpa í heimi undanfarið! En ég hef sem betur fer löglega afsökun í þetta skiptið, aldrei þessu vant :) Ég var nefnilega í virkilega nastí prófi í gær og hef notað alla daga frá því að ég kom heim frá Íslandi til þessa að læra frá morgni til kvölds! En nú er það búið og svona um það bil tíu kíló farin af bakinu.
Það er frábært veður hérna hjá okkur og það er búið að vera það síðustu daga! Sól og hitinn allt að 18 gráður. Þetta er bara eins og besta sumar veður á Íslandi! Maður kemst hreinlega ekki hjá því að vera í grillstuði og sumarfíling :) Meira að segja ég gat verið í bol úti! og þá er nú gott veður!
Hvað bumbumál varðar þá er ég að hlaða myndavélina í töluðum orðum og svo verða teknar myndir í kvöld sem svo vonandi rata hingað inn fyrr en varir :) Þetta er farið að gerast svo hratt núna! Allt í einu er maður bara komin með bumbu bumbu og hættur að passa í öll föt... Ég á einar buxur sem að ég passa í og svona 4 boli! Ég verð víst að fara að kíkja í þessar svokallaðar óléttubúðir á næstunni. Ég er bara svo löt við að versla föt. Nenni ekki að standa í þessu mátunar veseni endalaust. En nú er víst ekki hjá því komið og tími til komin að taka sig aðeins saman í andlitinu og drífa sig af stað...
Jæja ætla að hætta þessu rausi í bili :)
Set inn myndir um leið og þær koma :)
ble ble Heiðrún

3 Comments:

 • At 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  til hamingju með að vera búin Heiðrún!!! ég er ekki einu sinni byrjuð :(
  af hverju þarf að vera svona ótrúlega leiðinlegt að vera í prófum?!?!

   
 • At 5:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Prófaðu að kíkja í H&M, miklu ódýrari óléttuföt þar heldur en í "óléttubúðunum" :)

   
 • At 9:39 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Takk fyrir það Heiðdís :) Það er sko fínt að vera búin! Svona allavega í bili :)

   

Skrifa ummæli

<< Home