Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, júní 07, 2006

Aaaa...

Þá erum við loksins búnar með þessa blessuðu ritgerð og búnar að skila!! Ekki leiðinlegt það skal ég segja ykkur :) Bara 2 próf eftir! Var einmitt að fá að vita það í dag að ég fer í síðasta prófið mitt 28. júní og er fyrst upp klukkan 9. Ekkert smá ánægð með það að vera fyrst :) Þá er það bara búið og afstaðið!!!

En þar sem að ég get ekki lært fyrir næsta próf strax(er ekki búin að fara á námskeiðið), þá er ég nú bara að husa um að fara út og njóta góða veðursins. Það er rosalega góð spá fyrir vikuna!!Nú verður sko farið í kolonihaven um helgina! Get ekki beðið eftir að komast í beðin og taka aðeins til í garðinum. Verður yndislegt :)

Jæja nú ætla ég að fara út á svalir, reita gras og drepa maura muhahaha...

4 Comments:

 • At 12:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Iss piss ... það er sko alveg heitt á Íslandi líka, við erum hérna uppi í bústað að "vinna" og hitinn úti er sko heilar 15° ... og sem betur fer engin sól því þá væri nú ólíft úti !

  Smíðuðum stærsta pall landsins í gær - hann er sennilega svipað stór og gamla íþróttahúsið við Lækjarskóla ! Það verður sko hægt að tjútta á þessum palli ;o)

  Úff hvað okkur er farið að hlakka til að komast til ykkar í heimsókn, teljum dagana - og vonum að hittinn verði nú ekki 30° þegar við komum út, en ég er nú svo sem ekki að biðja um rigningu heldur ... bara spurning um hvort að maður situr inni eða úti þegar maður drekkur ölið ;o)

  Best að rölta út á pall og skoða afrek gærdagsins ;o)

   
 • At 7:10 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Ég verð nú að viðurkenna að 30 stig er of mikið þegar að maður er svona óléttur með bumbuna út í loftið!!

  Við fórum út að labba í dag og ég var gjörsamlega að deyja!! Mælirinn sýndi 33.7 í skugga og forsælu. Allt of heitt...

  Við hlökkum líka alveg ofboðslega mikið til að fá ykkur. Haukur er farinn að plana hvernig bjór á að kaupa :) Bara 19 dagar :)

   
 • At 8:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ Heiðrún og haukur og til hamingju með kolonihaven, bumbuna og allt saman! Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda ykkur mikið af þessu veðri, hér á íslandi er bara leiðinda rigning dag eftir dag eftir dag....
  Hafið það gott
  Magga (hans Kela)

   
 • At 12:33 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Hæ Magga, og til hamingju með nýju íbúðina ( á miðvikudaginn :)), já ég verð að viðurkenna að ég vil frekar hafa sól og aðeins of mikinn hita heldur en rigningu og vont veður :)
  Þið verðið bara að kíkja í heimsókn til okkar í góða veðrið :)

   

Skrifa ummæli

<< Home