Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, júní 18, 2006

Leti

Já það er einhver leti í gangi hér á bæ í dag. Ekki leti í bloggskrifum nei leti í lærdómi! Er að fara í próf á morgun og er ekki að nenna að hanga inni í góða veðrinu og lesa. Þá er bara upplagt að blogga í staðinn :)

Annars er nú lítið af okkur að frétta. Ég er ný komin heim frá Kaupmannahöfn þar sem að ég var á arfaleiðinlegu námskeiði á vegum skólans. Ég held bara hreinlega að ég hafi aldrei hitt jafn leiðinlega kennara á ævinni. Þeir buðu ekki einu sinni góðan dag þegar að þeir komu inn í stofuna. Byrjuðu bara að kenna án þess að kynna sig og heilsa! Mjög furðulegt fólk þessir Kaupmannahafnarbúar! Bjarta hliðin á þessu námskeiði var að skólinn borgaði allt uppihald og ferðakostnað þannig að maður fór ekki á hausinn við það að fara á námskeiðið. Hótelið var staðsett í miðbæ Kaupmannahafnar og ekki hægt að klaga yfir því, nema hvað að það var vegavinna alla nóttina þar sem notast var við loftbor allan tímann GREIT!!! Beint fyrir utan gluggan hjá mér að sjálfsögðu! Vegavinnann byrjaði klukkan átta að kvöldi til og var búin klukkan sex að morgni! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað maður var glæsilegur allan daginn eftir svona nótt :)
Svo á morgun er próf úr því sem að við vorum að læra á þessu námskeiði og svo eftir það bara eitt próf eftir! Jibbí! Fer alveg að verða búið :)

Annars er ég búin að búa til síðu á barnalandi fyrir litla krílið okkar og linkurinn á hana er hérna á síðunni til hægri :)

Jæja ætli maður verði ekki að halda áfram ef að maður ætlar að ná þessu blessaða prófi! NENNI EKKI...

3 Comments:

 • At 1:58 e.h., Blogger Magga said…

  Gangi þér vel í prófinu :)

   
 • At 9:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hahaha ja ég kannast aðeins við þetta að nenna ekki sko hahah en gangi þér vel í prófinu dúllan mín
  bestu kveðjur úr rigningunni á íslandi
  kata

   
 • At 8:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  HVernig væri svo að fara að skella bumbumyndum á veraldarvefinn, það er orðið svo langt síðan að ég sá þig :)

  kv. Bryndís

   

Skrifa ummæli

<< Home