Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, október 13, 2006

Viku gamall

Jæja þá er litli herramaðurinn orðinn viku gamall og foreldrarnir ennþá á bleika skýinu! Mamman varð svo 25 ára í gær og var því fagnað með heimabökuðum vöfflum alla Haukur og X-men 3. Ekki leiðinlegt það :)
Í dag fórum við svo með drenginn í fyrstu blóðprufuna sína og stóð hann sig hreint eins og hetja! Hann var stunginn í hælinn á meðan að hann svaf og hann vaknaði ekki einu sinni við það! Algert draumabarn ( 7...9...13 hihi) Ég var svo hrædd um að hann myndi verða alveg brjálaður og ekki vilja tala við mömmu sína eftir þessa pínu en þetta var bara ekkert mál :)

Eins og flestir sjá þá er ekki mikið annað en gullið mitt á mínu hjarta þessa dagana og nýt ég þess í botn að horfa á hann og dást af honum.

Jæja þá ætla ég að fara að borða og halda áfram að dást af gullinu mínu :)

6 Comments:

  • At 1:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með afmælið um daginn! :o)
    ´
    Knús, Berglind

     
  • At 1:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með afmælið á fimmtudaginn :o) Ég var alveg búin að ákveða að þú ættir afmæli 13., eins og ég. Algjör kjáni. Vona að afmælisdagurinn hafi verið góður. Knús til strákanna þinna ;o)

    Sissa

     
  • At 4:40 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Takk fyrir :)

     
  • At 6:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með 25 ára afmælið:)
    kv. Ása

     
  • At 1:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Innilegar hamingjuóskir með afmælið - stelpan bara orðin hálf-fimmtug :)
    hlakka til að kíkja á litla prinsinn sem og þig ;)
    hilsen hilsen Þórdís Jóna

     
  • At 4:16 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Takk takk :)
    Þórdís þú ert velkomin hvenær sem er :) Alltaf gaman að monta sig af prinsinum sínum :)

     

Skrifa ummæli

<< Home