Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, nóvember 20, 2006

Lúðar!!

Já við Haukur erum algerir lúðar svona hver á okkar hátt :)
Hauki tókst núna um daginn að lita allar taubleiurnar nema 3 bleikar!! Já og ekkert bara svona smá bleikar nei!! Þær eru bara BLEIKAR!! Ég var einmitt spurð að því í gær hvort að drengurinn okkar væri stúlka. Hann var í rauða babybjörn pokanum með bleika bleiu í hálsmálinu! Verð að viðurkenna að ég get alveg skilið af hverju stelpugreyið hélt að hann væri stúlka :) hann var ekki beint strákalegur :)
Svo að mínum lúðaskap... Ég átti afmæli í síðasta mánuði og við Haukur ákváðum að þar sem að við værum svo blönk myndum við bíða með það að kaupa afmælisgjöfina mína þar til í nóvember. Svo loksins í nóvember þá ákvað Haukur að gefa mér tvær fyrstu seríurnar í Greys anatomy (eða ég spurði hvort að ég mætti ekki panta mér þær sem afmælisgjöf frá honum). Ekkert mál með það ég fer á netið og panta mér þetta á Amazon. Svo núna í síðustu viku kemur pakkinn og ég aldrei þessu vant þarf að borga toll af pakkanum! Mér fannst þetta nú eitthvað skrítið og fór aðeins að skoða pakkann og kom þá í ljós að ég hafði pantað frá Amazon.com en ekki Amazon.co.uk þannig að pakkinn kom frá USA en ekki UK! En eftir að hafa skoðað reikninginn betur kom það nú í ljós að þetta hafði nú bara verið ódýrara þrátt fyrir auka tollinn. Varð nú heldur glöð með sjálfa mig þá!! Þar til að það kom í ljós að Djö... DVD spilarinn spilar ekki diskana!!!! Ohhh hvað ég varð fúl!! Og ég var nottla búin að opna diskana og ekki hægt að skila þeim!! Þannig að þá voru góð ráð dýr! En við erum nú að öllum líkindum búin að redda þessu ( með svolitlum aukakostnaði!). Vil nú samt ekkert segja neitt um það fyrr en að ég er viss um að það virki svo að ég fari nú ekki að segja eitthvað sem að er svo bara eitthvert krapp :)
Við hjónaleysurnar eigum sem sagt okkar góðu og slæmu daga :) Ekki hægt að segja annað :)

En yfir í allt annað, Systir hans Hauks og maðurinn hennar komu og heimsóttu okkur í gær. Þau voru ásamt vinum sínum í Kóngsisns Köben í verslunarleiðangri og ákváðu að nota tækifærið og kíkja á litla frænda sinn. Þau komu færandi gjöfum og góðgæti. Ekki það að maður hafi gott af þessu góðgæti svona rétt fyrir jólin :) Æææææ mér er alveg sama maður verður að fá að upplifa smá Ísland svona annað slagið :) En Takk kærlega fyrir okkur og guttann til allra þeirra sem að sendu okkur pakka með þeim :)

En jæja þá er litli maðurinn farinn að kalla...

knús Heiðrún

6 Comments:

  • At 4:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mæli með að panta dvd af axelmusic.dk í framtíðinni. ógó ódýrt (sérstaklega ef þú kaupir eitthvað annað region en evrópa), ókeypis sendingarkostnaður og tóm hamingja.

    Enginn tollur heldur!

     
  • At 8:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert nú meiri lúðin Heiðrún!

     
  • At 10:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kjánabangsar ;o)

     
  • At 11:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það hálfa væri helmingi meira en nóg !!!

     
  • At 6:51 e.h., Blogger Magga said…

    AULAR!!!!
    en kannski best að spara stóru orðin. Veit ekki hvað maður á eftir að taka upp á sjálfur ;)
    kv, Magga

    P.s. var að setja inn bumbumyndir.

     
  • At 12:42 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Þú ert ekkert smá glæsileg Magga mín. Ekkert smá flott kúla :) Hlakka bara til að fá að hitta litla krílið sem að er í henni :)
    Knús Heiðrún

     

Skrifa ummæli

<< Home