Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, september 30, 2007

Tóti tætubuska ;)

Jæja það er aldeilis langt síðan síðast. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér í Brombærranken 5, ég er byrjuð í skólanum og það er óhætt að segja að það sé mikið meira en nóg að gera!! En það er bara gaman. Fíla mig rosalega vel í náminu og ótrúlegt en satt hef gaman að því að sitja og læra. Ekki beint líkt mér ;)


Þórir Björn heldur áfram að vaxa og dafna og er hreint út sagt yndislegur. Hann er orðinn ákveðinn og skapstór ungur maður sem lætur ekki alltaf vel að stjórn ;) Hann vill bara fá að ráða þessu sjálfur. Ekkert kjaftæði. Það má t.d. ekkert mata minn mann ég vill borða sjálfur án allrar hjálpar og helst með hníf og gaffli eins og mamma og pabbi.

Það vinsælasta í dag er að TÆTA já með stórum stöfum, það fyrsta sem að við gerum þegar að við vöknum er að skríða að pappírskörfunni og tæta upp úr henni, þessu næst liggur leiðin að sjónvarpsskápnum þar sem að allir dvd diskar og annað hendi næst er fleigt niður á gólf, svo liggur leiðin (ef að hurðin er opin) að skóhillunni og bókahillunni þar sem að allt er rifið niður á gólf. Þegar að þessu er lokið þá má byrja að leika með sitt eigið dót og alls ekki fyrr!!

Annars er litlli maðurinn búin að vera hálf lasinn undanfarna daga með mikinn hósta og einhverja hálsbólgu. Greyið litla skilur ekkert í þessu veseni, hann vakir meira og minna á nóttunni og er svo uppgefinn á daginn. Þetta vonandi fer nú að hætta.


Af Hauki er það að frétta að hann er að kafna úr verkefnum í vinnunni, sem sagt nóga að gera! Við erum öll bara að drukna úr verkefnum! Kannski ekki skrítið að það líði svona langur tími á milli blogga hjá mér ;) Alltaf með einhverjar djö... afsakanir ;)
Knús á liðið


2 Comments:

  • At 2:48 e.h., Blogger Magga said…

    Greinilega nóg að gera :)

     
  • At 7:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    takk takk fyrir síðast - alltaf jafn gaman að hittast í saumó ;) en já það er greinilegt að það er nóg að gera hjá ykkur litlu fjölskyldunni, allt bara á fullu!!!
    EN gangi þér svaka vel í skólanum, þú massar þetta pottþéttó :)
    svo sjáumst við bara hress og kát þann 26.okt - verður bara gaman ;)
    knús og kramm
    Þórdís Jóna

     

Skrifa ummæli

<< Home