Ísland um páskana :)
Já við Þórir Björn ætlum að kíkja á Frónið um páskana. Haukur er að fara til Filipseyja að vinna í tvær vikur strax eftir páska þannig að við Þórir Björn ákváðum að skella okkur heim. Við komum heim 7. apríl sem að er laugardagurinn fyrir páska og verðum á skeri fram til þriðjudagsins 24. apríl :) Verð nú að viðurkenna að mér finnst mjög leiðinlegt að skilja hann Hauk minn eftir aleinan hérna úti yfir páskana! En ef að ég hefði beðið með flugið þar til eftir páska þá hefði flugið verið meira ein helmingi dýrara en annars. Ótrúlegur verðmunur miðað við að það eru bara 3 dagar þarna á milli!! Ég huggaði hauk á því að hann mætti bara borða páskaeggið mitt líka ;) Ég get bara keypt mér nýtt heima híhí...
Annars er alveg ótrúlegur sumarfílíngur í fjölskyldunni í dag. Það er búið að vera sól og 15. stiga hiti hjá okkur síðustu daga og ekki laust við vor- og sumargleðin ríki hjá manni! Ótrúlegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á mann! Ég er bara alveg ólm í að komast út með strákinn og vildi helst bara fara og leigja mér sumarhús með heitapotti og grilla fullt af góðum mat!
Við Þórir fórum í dag í langan og góðan göngutúr með Bryndísi vinkonu. Við löbbuðum bara frá því um 2 leytið þar til að klukkann var rúmlega 5. Alveg frábært í svona góðu veðri! Þórir Björn sá endur í fyrsta skipti í dag og skildi ekkert í þessum furðulegu verum! Starði bara á þær og brosti :) Aumingja litlu endurnar héldu að við værum að fara að gefa þeim brauð og flokkuðust í kringum okkur kvakandi. Okkur leið ekkert smá illa yfir því að eiga ekkert handa greyjunum. Það eina sem að við vorum með var kókoskúla sem að Bryndís hafði keypt og við kunnum nú ekki við það að fara að troða henni í greyin :) Ekki Það að þær séu í megrun...
Jæja er farin að glápa á imbann
Knús Heiðrún
Annars er alveg ótrúlegur sumarfílíngur í fjölskyldunni í dag. Það er búið að vera sól og 15. stiga hiti hjá okkur síðustu daga og ekki laust við vor- og sumargleðin ríki hjá manni! Ótrúlegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á mann! Ég er bara alveg ólm í að komast út með strákinn og vildi helst bara fara og leigja mér sumarhús með heitapotti og grilla fullt af góðum mat!
Við Þórir fórum í dag í langan og góðan göngutúr með Bryndísi vinkonu. Við löbbuðum bara frá því um 2 leytið þar til að klukkann var rúmlega 5. Alveg frábært í svona góðu veðri! Þórir Björn sá endur í fyrsta skipti í dag og skildi ekkert í þessum furðulegu verum! Starði bara á þær og brosti :) Aumingja litlu endurnar héldu að við værum að fara að gefa þeim brauð og flokkuðust í kringum okkur kvakandi. Okkur leið ekkert smá illa yfir því að eiga ekkert handa greyjunum. Það eina sem að við vorum með var kókoskúla sem að Bryndís hafði keypt og við kunnum nú ekki við það að fara að troða henni í greyin :) Ekki Það að þær séu í megrun...
Jæja er farin að glápa á imbann
Knús Heiðrún
5 Comments:
At 10:20 e.h., Nafnlaus said…
Hlakka mikið til að sjá ykkur um páskana.
Knús knús
Anna frænka
At 10:12 e.h., Nafnlaus said…
Mmmm hlakka til að berja ykkar fallegu fés augum, og vonandi gefst tími til að klípa aðeins í ykkur :)
Sigrún Jóna
At 4:21 e.h., Nafnlaus said…
Fjúff! Ég næ í skottið á ykkur, eins gott. Hlakka til að sjá ykkur,
Sissa.
At 4:34 e.h., Heidrun Maria said…
Já það er sko eins gott að við hittumst :) Ég verð líka að fá að klípa aðeins í ykkur ;)
At 11:13 f.h., Nafnlaus said…
hlakka til að sjá þig dúlla. . . það er verið að plana núverandi og fyrrverandi danabúa hitting
vertu í bandi þegar þú kemur :)
kv
kata
Skrifa ummæli
<< Home