Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, janúar 07, 2007

Þórir Björn Hauksson

Já litli guttinn okkar var skírður í dag og hlaut hann nafnið Þórir Björn. Skírnin fór fram í sal Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar þar sem að hann var skírður ásamt lilta frænda sínum. Litli frændi hlaut nafnið Hávarr Hrafn. Frændurnir litlu voru báðir til fyrirmyndar í dag! Algerir gæjar. Þó svo að það hafi komið svolítið ljón í litla frændann í sjálfri skírninni, aðeins að sýna fólkinu hvað hann er með sterk og falleg lungu :)

Annars hefur nú aldeilis margt gerst frá því að ég bloggaði síðast! Við erum flutt í nýja íbúð, erum búin að vera á Íslandi í 2 vikur og svo allt þess á milli :) Ég hef ekkert bloggað þar sem að, eins og fyrr er nefnt, við vorum að flytja og erum ekki komin með neitt net! Eins gott að nýta tækifærið og blogg hjá mömmu og pabba :)

Litli guttinn okkar dafnar sko heldur betur vel! Hann er eiginlega bara orðinn hálf búttaður :) Hann er farinn að hjala og hjala og skelli hlægja af fyndni foreldra sinna! (Þeim finnst þau allavega vera rosalega fyndin!!) Hann er meira að segja farinn að grípa um dótið sitt og setja það rakleitt í munninn á sér :) Orðinn ekkert smá stór!
Hann er samt því miður búin að vera svolítið lasin. Einhver leiðindar þvagfærasýking að hrjá greyið. Búinn að vera með mikinn hita og hálf slappur eitthvað greyið! Hann er nú samt búin að fá pensilín og er allur að braggast :)

En jæja nú verð ég að fara að sofa ég er gjörsamlega útkeyrð eftir daginn.

Knús þar til næst

Heiðrún ofurþreytta

4 Comments:

  • At 12:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með nafnið á litla guttann:)

     
  • At 12:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með nabbnið!

     
  • At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með nafnið....kv. frá Hitaparadísinni Odense....

     
  • At 12:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með nafnið! Íslenskt og fallegt!

    Knús af Raskinu,

    Berglind & Óli

     

Skrifa ummæli

<< Home