Leti :)
Heheh það er ótrúlegt hvað maður verður alltaf latur þegar að maður þarf að vera að gera eitthvað :) Eins og til dæmis núna þá ætti ég að vera að pakka eigum okkar í kassa þar sem að við fáum nú einu sinni íbúiðina afhenta eftir 3 daga! En einhvern veginn þá ákvað ég nú samt bara að blogga í staðinn! Duglega stelpa!!!
Mér finnst bara ekkert leiðinlegra en að pakka í kassa og þá er allt annað meira spennandi en það! Meira að segja að skipta á kúkableiu!
En ég er loksins búin að skanna inn teikningarnar af íbúðinni sem að við erum að fara að flytja í svo að ég ætla að setja þær hér inn. Svona fyrir ykkur á Íslandi sem að getið ekki komið og kíkt á hana strax :)
Eins og þið sjáið þá er hún töluvert stærri en íbúðin sem að við erum í núna. Alger lúxus! Oh ég get ekki beðið ég verð eiginlega bara að fara að pakka þegar að ég sé þetta :) Ótrúlegt en satt :)
Ætlaði að reyna að setja video af prinsinum okkar hérna þar sem að hann er farinn að brosa og hjala en það bara tekst ekki! Ekki það að ég er örugglega að gera eitthvað vitlaust en það er auka atriði :) Ef einhver kann þetta þá má sá/sú hinn sami/sama endilega segja mér hvernig maður á að gera :)
Ég verð þá bara að setja mynd af krúttinu í staðinn :)
Ekkert smá fallegur á bleiku bleiunni sem að pabbinn hannaði svona sérstaklega fyrir prinsinn sinn :)
Jæja nú verð ég að fara að pakka má ekkert vera að þessu :)
Mér finnst bara ekkert leiðinlegra en að pakka í kassa og þá er allt annað meira spennandi en það! Meira að segja að skipta á kúkableiu!
En ég er loksins búin að skanna inn teikningarnar af íbúðinni sem að við erum að fara að flytja í svo að ég ætla að setja þær hér inn. Svona fyrir ykkur á Íslandi sem að getið ekki komið og kíkt á hana strax :)
Eins og þið sjáið þá er hún töluvert stærri en íbúðin sem að við erum í núna. Alger lúxus! Oh ég get ekki beðið ég verð eiginlega bara að fara að pakka þegar að ég sé þetta :) Ótrúlegt en satt :)
Ætlaði að reyna að setja video af prinsinum okkar hérna þar sem að hann er farinn að brosa og hjala en það bara tekst ekki! Ekki það að ég er örugglega að gera eitthvað vitlaust en það er auka atriði :) Ef einhver kann þetta þá má sá/sú hinn sami/sama endilega segja mér hvernig maður á að gera :)
Ég verð þá bara að setja mynd af krúttinu í staðinn :)
Ekkert smá fallegur á bleiku bleiunni sem að pabbinn hannaði svona sérstaklega fyrir prinsinn sinn :)
Jæja nú verð ég að fara að pakka má ekkert vera að þessu :)
4 Comments:
At 8:54 e.h., Nafnlaus said…
Hann er svo mikil rúsínubolla! Geðveikt flottar bleiur Haukur ;o) Vona að flutningarnir gangi vel og til hamingju með nýja pleisið, það lítur vel út á myndinni. Knús.
At 8:10 f.h., Nafnlaus said…
Innilega til hamingju með nýju íbúðina dúllur og það á sko eftir að fara vel um ykkur þarna. . .þetta virðist bara vera eins og höll sko hahhah miðað við þessar kollegiibúðir hlakkar til að hitta ykkur eftir þegar ég kemst út úr hellinum mínum eftir próflesturinn. . . . .það eru nokkur sniðug atriði fyrir bloggsíður inn á http://www.pimpwebpage.com eitthvað sem ég hef enn ekki nennt að skoða almennilega sjálf en lilja vinkona benti mér á þessa síðu . . .mjög sniðug
luv
kata
At 10:45 f.h., Nafnlaus said…
Oooo hann er svo mikil dúlla ekki smá. Íbúðin frábær til hamingju. Ykkur á örugglega eftir að líða vel í henni. Hlakka til að sjá ykkur um jólin
Kveðja og fullt af knúsi
Anna frænka
At 9:09 e.h., Magga said…
Gangi ykkur vel að flytja elskurnar mínar :)
Skrifa ummæli
<< Home