Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, júní 07, 2007

Frábærar fréttir :)

Jæja þá hef ég aldeilis fréttir að færa. Ég hef síðustu mánuði verið að sýsla við umsókn í læknisfræði í háskólann hér í Óðinsvé og eftir að hafa farið í viðtal og próf í maí mánuði fékk ég þau skilaboð í dag að ég hefði komist inn ;) Vá hvað ég er glöð!!! Ég ætlaði ekki að trúa því þegar að ég sá skilaboðin á tölvunni í dag. Ég tékkaði allavega 3 sinnum til að athuga hvort að ég hefði nokkuð lesið vitlaust :)
Ég ákvað að sækja um einvhern tímann í febrúar mánuði eftir að hafa hugsað um þetta í mjög langan tíma. Mig hefur alltaf langað að fara í læknisfræði en hef aldrei komist svo langt að fara í viðtal áður. Ég var ekkert að láta fólk vita að ég væri að sækja um þar sem að ég vissi ekkert hvernig þetta myndi fara og ef að þetta hefði ekki gengið eftir þá hefði ég þurft að sýna vonbrigði mín... en sem betur fer fór það allt eins og ég vildi ;) Vá ég er svo glöð :)

hehehe það er óhætt að segja að dvöl okkar Hauks og Þóris hérna í Danaveldi hafi lengst all töluvert frá og með deginum í dag. Við erum sem sagt ekkert á leiðinni heim næstu árin. Við verðum bara að koma í heimsókn heim á Frónið reglulega í staðinn :)

Ég er enn ekki búin að fá að vita með vissu hvenær ég á að byrja. Það verður að öllum líkindum í september en það gæti verið febrúar líka. Það er nefnilega þannig að þeir taka 250 manns inn á vorin og sá hópur deilist niður á þessar tvær byrjunardagsetningar. En þar sem að það er nú þannig að þeir sem eru elstir byrja í september tel ég nú nokkuð líklegt að ég byrji þá. Í fyrra varð maður að vera orðinn 22 og 10 mánað í september á árinu. Og þar sem að ég er nú að nálgast 26 ára aldurinn tel ég nú nokkuð líklegt að ég byrji í september ;) jíbbí.

Jæja vildi nú bara deila góðu fréttunum með ykkur hinum :)

Knús á línuna Heiðrún María

15 Comments:

  • At 12:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Aftur til hamingju:Þ
    er ekkert smá stolt af þér :D

    knúsí knús

    Ráðhildur

     
  • At 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært hjá þér, til hamingju með þetta :)

     
  • At 2:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju:)

     
  • At 9:40 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Takk ;)

     
  • At 8:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú ert flottust sæta. . . innilega til hamingju aftur dúlla. . . draumarnir rætast stundum :) !!

     
  • At 9:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju klárasta og flottasta, ekki er ég hissa á því að þu komst inn. það verður ekki til betri og flottari læknir en þú:):):):):):):)
    Frábært. krnús og kossar til ykkar allra
    Anna frænka

     
  • At 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til lykke elsku Heiðrún mín!
    Æðislegt hjá þér!!
    Klem Guðrún

     
  • At 10:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með þetta Heiðrún mín!!!
    Frábært :)

     
  • At 10:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vá til hamingju með þetta!!!!
    doktor Heiðrún!!!!!

    hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku já við gistum hjá óla og Berglindi í viku svo veit ég ekki meir

     
  • At 11:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju til hamingju.

    Kveðja Sólveig

     
  • At 10:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með þetta :)

     
  • At 10:55 f.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Takk fyrir alle sammen ;)

     
  • At 11:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hei hér er sniðug heima síða
    http://www.markedskalenderen.dk/marked/markedlist.asp?AmtsID=42

    það er þetta kirkeby gamle mejeri sem ég var að taka um þarna um daginn

    vertu nú dugleg að loppa kv. ólöf

     
  • At 6:43 e.h., Blogger Ilmur said…

    Vá frábært hjá þér, innilega til hamingju. Við ættum nú aldeilis að geta sinnt gamla fólkinu okkar í framtíðinni, við hjúkkan og læknirinn ;).

    Knús í krús,
    Ilmur.

     
  • At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ok frekar sein að fatta, ekki beint setið við tölvuna hðerna í sveitinni ;) Innilega til hamingju Heiðrún og já auðvitað Haukur líka ....Þið verðið lengur en við hér hahahahaahahahaaha . En gaman samt verðum endilega að vera í bandi, þar sem við erum ekki að fara neitt á næstunni ,) Kveðja úr sveitinni Eyrún , Ásgeir og krakkalingarnir

     

Skrifa ummæli

<< Home