Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, mars 27, 2006

Andlitslyfting

Jæja þá er þessi óvirka síða loksins búin að fá smá andlitslyftingu og kannski tími til kominn að virkja hana!

Þessi andlitslyfting er aðallega til þess að við getum notað þessa síðu áfram þegar að litla krílið kemur í heiminn og til þess að þið þarna heima getið fengið að fylgjast með okkur þangað til :)
Ég skal reyna að vera dugleg að setja inn myndir og svona smá pósta en ég er bara svo löt við að skrifa hérna inn. Það er bara staðreynd og kannski bara eins gott að sætta sig við það strax :)

Ég veit að linka safnið er mjög slitrót og að það vantar marga inn. En þetta kemur allt... netið er bara svo leiðinlegt hjá mér núna og ég man ekki hvað netfangið er á allar síðurnar þannig að það verður bara að bíða betri tíma :)

1 Comments:

  • At 4:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Víí andlitslyftingin kemur vel út !!!

     

Skrifa ummæli

<< Home