Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, apríl 10, 2006

Búin...!

Já loksins er ég búin í þessu blessaða eðlisfræðiprófi. Það gekk nú bara ágætlega. Ég gat svarað öllum spurningunum og reiknað öll dæmin þannig að það ætti nú alveg að vera staðið. Það er bara að bíða og sjá. Verð nú bara að viðurkenna að mér hefur aldrei gengið svona vel í eðlisfræðiprófi áður. Alveg ágætis tilbreyting að koma út úr eðlisfræðiprófi og ekki vera gráti næst.
Við Bekkurinn fórum og fögnuðum próflokum á mc. Donalds þar sem að við borðuðum svona líka holla og góða borgara og ís í eftirrétt :)

Jæja er farin að pakka. Ísland here I come...

2 Comments:

 • At 12:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Vá ég sé það á myndunum að barnið þitt ætlar að vera jafn fallegt og mamma sín:) Vonandi jafn skemmtilegt og gáfað líka! Mig langar að sjá bumbuna þína ( og þig) þegar þú kemur "heim" hringdu í mig 6982399!

  p.s mér gekk líka betur en nokkurntímann í skólanum þegar ég var ólétt.. Tveir heilar vinna betur en einn:)
  Knús
  Ásta

   
 • At 9:59 f.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Ekki spurning :)

  Já ég hringi í þig gella :) þá get ég nú líka fengið að sjá gullmolann þinn :)

   

Skrifa ummæli

<< Home