Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, september 07, 2006

Ekki gott að vera Íslendingur í Danmörku í dag!!

Nei það er sko ekkert gaman að vera Íslendingur í Danmörku í dag! Þetta blessaða landslið okkar var sko ekkert að standa sig í gær. Þeir ættu að æfa sig aðeins meira í reitarboltanum, þetta var orðið pínlegt í gær þeir voru orðnir svo desperate að þeir sendu boltann bara endalaust fram í stað þess að reyna að spila boltanum og halda honum í meira en 3 sendingar. Alveg vonlaus fótbolti!! Það er bara vonandi að þeir taki sig eitthvað saman og taki restina af leikjunum.
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er dauðfegin að þurfa ekki að fara í skólann í dag og horfast í augu við Danina og þurfa að hlusta á við unnum nananananaaa... Einn kostur við að vera komin í barneignarleyfi :)

Annars gengur undirbúningurinn aðeins betur hjá okkur hjónaleysunum núna. Erum búin að fara til Þýskalands og kaupa það sem að vantaði fyrir litla krílið og erum aðeins byrjuð að púsla íbúðinni saman. Núna er það bara eitthvað smotterí sem að vantar og svo að gera okkur klár fyrir spítalann. Ég er byrjuð að taka til í spítalatöskuna í huganum, ekki alveg komin lengra en það :) Eftir læknisskoðunina á miðvikudaginn ákvað ég nú eftir vinalega ábendingu frá lækninum að fara að huga að þessari blessuðu tösku :)

Annars hef ég það bara alveg ágætt, á reyndar solldið erfitt að með svefn sökum risa kúlu :) og ég get ekki alveg gengið/hlaupið maraþon en það er nú alveg eðlilegt, er það ekki?
Það er nú verra með Hauk greyið hann er orðinn svolítið stressaður ég má ekkert kveinka mér þá heldur hann að allt sé farið af stað :) En það er víst líka bara eðlilegt :)

Eftir nokkrar kvartanir þá hef ég loksins sett inn bumbumyndir, ekkert margar en þær sem að ég átti. Þannig að þið þarna óþolinmóða fólk þá eru þær bæði á myndasíðunni og á barnalandssíðunni. Fyrir þá sem að ekki geta séð linkana hér til hliðar þá eru það http://barnaland.is/barn/48344 og http://www.pbase.com/haukurjo Hér eru myndir og ýmislegt að sjá og lesa :)

Jæja ætla að fara að sinna verkefni dagsins sem er að vaska upp jeij :) Ekkert farin að bíða ... :)

Knús Heiðrún

14 Comments:

 • At 8:38 f.h., Blogger Magga said…

  Hæ elskan mín, gott að heyra að undirbúningur er að klárast enda ansi stutt í þetta (hrikalega er ég spennt!). Ætli ég geti ekki farið að "hlakka" líka til að fá risakúlu (þó held ég að ekkert slái þér við :)).
  Farið nú vel með ykkur, öll þrjú, og gangi ykkur vel.

  Kossar og knús,
  Magga og litla kúlan.

   
 • At 8:46 f.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Hehe já kúlan mín er sko aldeilis orðin stór :) En hvernig er það Magga mín fæ ég ekkert að sjá neinar bumbumyndir af þér??? Ég bíð spennt :)
  Knús Heiðrún og bumbubúi :)

   
 • At 2:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hae hae

  Akvad ad kasta a tig kvedju her fra Køben! Er ekki enn komin med heimili en er ad vinna i tvi. Tad vaeri gaman ad hittast vid taekifaeri. Aetli tad endi ekki med tvi ad eg komi til tin, kannski bara eftir ad bolan er sprungin. Hvad segirdu um tad?

   
 • At 2:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Vuuuu anonymous!!! Tetta var nu bara eg, Gyda :)

   
 • At 5:55 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Mér líst nú bara rosalega vel á það :) Alltaf gaman að fá gesti :) Og þú ert alltaf velkomin til okkar. Aldrei að vita nema að maður geti skellt í klassískar vöfflur :)

  Knús Heiðrún

   
 • At 4:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  já þetta er alveg rísabumba sem þú ert komin með Heiðrún :) skil vel að það er svolítið erfitt að sofa. Það er rosalega skemmtilegt að fygjast með bumbunum hvernig hún breytist milli vikna! gaman að þú ert komin með barnalandssíðu!!
  Hafðu það sem allra best og gangi þér vel :)

   
 • At 9:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ sæta mín, skrifaði í gestabókina þína á barnalandi og setti linkinn ykkar inn á okkar síðu. Þú ert ekkert smá falleg bumbulína. Innilega til hamingju Magga líka ef þú lest þetta;)
  Knús
  Ásta og co.

   
 • At 10:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ Heiðrún mín,

  ertu nokkuð að springa ?!

  bíð allaveganna spennt eftir því að þú gerir það hehe!

  Sigrún Jóna

   
 • At 11:22 f.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Hehe mér finnst ég sko vera að springa :) Ljósmóðirin sagði við mig í dag að eftir þessa viku mætti krílið alveg koma í heiminn. Þannig að í næstu viku verður farið í langa gögngutúra, sterkur matur borðaður og öll góðu ráðin notuð :)

   
 • At 2:52 e.h., Blogger Magga said…

  Hehe, besta ráðið er víst ef Haukur hjálpar til ;)

   
 • At 7:20 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Ég er bara svo pen Magga mín :) kunni ekki við að nefna það :)

   
 • At 5:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Já þú ert ótrúlega sæt með bumbuna þína:) Hlýtur að vera farin að hlakka til!!
  Ég er komin má smá bumbu.... Finnst hún að vísu vera rosa stór þegar ég með Heiðdísi og fæ kommentin: "vóóó og vááá" ;)
  Kv. Ása

   
 • At 7:09 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Hehe já það er ekki hægt að segja annað en að maður sé farin að hlakka mikið til! Get eiginlega bara ekki beðið :)
  Þú verður að setja inn einhverjar bumbumyndir svo að maður getur fylgst með ykkur bumbubúa :)

   
 • At 2:49 e.h., Blogger Magga said…

  Já, ég er nú ekki eins pen!
  Ætla að reyna að setja inn bumbumynd bráðum þar sem loks er ég komin á það stig að þetta er augljóslega ólétta en ekki bara of mikið súkkulaði.
  Farðu vel með ykkur, dúllan mín.
  Magga perri :)

   

Skrifa ummæli

<< Home