Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, október 10, 2006

Prinsinn kominn :)

Litli prinsinn okkar er kominn í heiminn og við erum gjörsamlega að springa úr stolti!! Við bara fáum ekki nóg af honum. Hann er æðislegri en allt í heiminum!! Strákurinn ákvað að láta sjá sig á settum degi þann 06.10.06 ekkert smá flott dagsetning! Þurfti reyndar smá aðstoð við að koma í heiminn en það er nú allt í lagi hann er kominn og við gætum ekki verið hamingjusamari. Hann var 3894 gr og 54 cm þegar að hann fæddist, hann er með mikið dökkbrúnt hár og gullfalleg blágrá augu :)

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar, gaman að sjá að svona margir fylgjast með okkur :)

Við erum búin að vera dugleg að taka myndir og erum að vinna þær og ætlum að setja á netið. Þannig að það fara að koma fleiri. Svo er ég að vinna að því að setja upp vefmyndavélina okkar, þarf bara að finna driverana fyrir hana á netinu og það tekur smá tíma :)

jæja það er víst einhver lítill gutti að biðja um mömmu sína núna þannig að ég kveð í bili og lofa að vera dugleg að blogga inn á milli gjafa :)

Knús Heiðrún

4 Comments:

 • At 8:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Yndislegt að lesa hvað ykkur líður vel og þú ert alveg búin að ná þér ekki satt:)Við Bjarki Reyr byðjum æðislega vel að heilsa ykkur og ég fer reglulega inn til að kíkja á ykkur svo ég bíð núna spennt eftir nýjum myndum. Koss koss og hundrað kossar:):):):)
  Anna frænka

   
 • At 8:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju með prinsinn! :o)

  Bestu kveðjru frá okkur til ykkar og allra á kollegiinu!

  kv. Guðrún og Tjörvi (fyrrum raskarar)

   
 • At 8:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með daginn mamma Heiðrún

  Anna frænka og Bjarki Reyr

   
 • At 4:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með drenginn og velkomin í klúbbinn :) Kveðja, Sissu-systir

   

Skrifa ummæli

<< Home