Haukur og Heidrun i Danmorku

laugardagur, júlí 21, 2007

Jæja!!!

Úff hvað það er langt síðan að ég skrifaði síðast! Það er bara búið að vera svo rosalega mikið að gera. Það er búið að vera stöðugur gestagangur hjá okkur frá því í júní og því ekki verið mikill tími til skrifa. Ja eða það er allavega mín afsökun!!! Alls ekki það að ég sé löt við þetta fyrir ;)
En hvað um það...

Nú eru allir gestirnir farnir og ég hef enga afsökun lengur!. Það hefur aldeilis margt gerst síðan síðast. Þórir Björn er kominn með 4 tennur, hann er farinn að draga sig áfram á gólfinu og skríður nokkur skref annað slagið. Hann tók einnig sitt fyrsta skref í gær og pompaði svo með prakt í fangið á mömmu sinni ;) Einnig er hann farinn að setjast sjálfur upp frá liggjandi stellingu þannig að það er óhætt að segja að friðurinn sé úti ;) Hann er farinn að borða alls kyns venjulegt fæði svo sem rúgbrauð með kæfu og smá kjötvörur. Og svo er hann nottla bara lang fallegastur ;)

Af okkur hinum (Hauki og mér) er allt gott að frétta. Haukur byrjar bráðum í nýju vinnunni sinni og ég byrja vonandi bráðum í skólanum. Nýja vinnann hans Hauks er hér í Odense og óhætt að segja að það sé lúxus miðað við að þurfa alltaf að keyra til Kolding á hverjum degi! Þýðir líka að hann getur farið með strákinn til dagmömmunnar og sótt hann til hennar annað slagið :) Ekki slæmt það! Annars gengur Þóri bara mjög vel hjá dagmömmunni. Hann hefur bara skemmt sér vel hjá henni frá því að hann byrjaði. Hann tók varla eftir því að við færum og hefur bara einu sinni verið eitthvað leiður yfir því að pabbi væri að fara. Svo só far só good ;)

Sumarið hingað til er bara búið að vera mjög gott svona veðrinu að undanskildu. Við erum búin að fara í sumarhús til blávand með fjölskyldunni hans Hauks og við erum búin að fá Rásu systur og fjölskyldu í heimsókn til okkar og notið smá sumarveðurs með þeim :) Ég nenni nú ekki að fara að skrifa alla sólarsöguna, hvað við gerðum og svona en ég get allavega skrifað að það var æðislegt að fá alla þessa gesti og við þökkum kærlega fyrir samveruna og fyrir okkur. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur sem fyrst. Ég er búin að setja fullt af myndum inn á barnaland og þar getið þið séð hvað við erum búin að bralla saman.

En yfir í allt annað, ég var klukkuð af Sissu vinkonu um daginn. Ég á að skrifa 10 fun facts um sjálfa mig. Ég verð bara að viðurkenna að ég á bara í stökustu vandræðum með að finna 10 atriði! Vá hvað ég er boring!! En úff við látum á það reyna ;)

  1. Ég á enn eitt par af skóm frá því að ég var 15 ára, og nota stundum enn...
  2. Ég reyni alltaf að skræla allt eplið án þess að börkurinn slitni.
  3. þegar að ég var 6 ára laug ég að öllum strákunum að ég kynni karate og passaði allar stelpurnar í bekknum mínum.
  4. Alveg sama hvað ég tek mikið til í fataskápnum mínum þá er samt alltaf drasl í honum!
  5. Ég elska að fara í kolonihaven og vinna smá garðvinnu og sóla mig.
  6. Ég er algerlega háð sjónvarpsþáttunum "men in trees".
  7. Ég þoli ekki danska afgreiðslu.
  8. Mig langar að læra fleiri tungumál áður en ég dey.
  9. Ég er púslfíkill.
  10. Ég þoli ekki ruslpóst.

Jæja ef að ég skil þetta rétt þá á ég að klukka einhvern annan núna og klukka ég því Rásu, Bryndísi og Ólöfu fyrrum raskara ;)

Jæja núna er Þórir orðinn reiður út í þessa mömmu sína fyrir að nenna ekkert að sinna sér ætli ég verið ekki bara að láta þetta duga í bili ;)

knús frá dk.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home