Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, mars 12, 2004

Já það er komið að því !!

Heiðrún ætlar að blogga!!!
Sjaldséðir hvítir hrafnar!!!!
Já eftir mikið kvart frá vinum og vandamönnum ákvað ég að tími væri komin til að láta í mér heyra! En ég er sko ekkert bara löt! Heldur er tölvan búin að vera biluð í all-langann tíma, hún krassaði einhvern tímann fyrir jól og hefur verið hundleiðinleg síðan, virkar stundum og stundum ekki!!!
Annars er nú ekkert ýkja mikið að frétta, ég eins og vanalega er búin að liggja í flensu i 2 vikur! GAMAN GAMAN ;) Ég held að ég sé með svona veiru-sýkla segul inni í mér fæ allaf pestir. Ég var nú samt mjög dugleg í veikindunum horfði á 3 friends seríur og nokkrum sinnum á pride and predjudice þættina, horfði reyndar svo mikið að loksins þegar að Haukur greyið ætlaði að fara að horfa á friends þættina þá var dvd spilarinn bara bilaður!! Já mér tókst að drepa hann!! Rafmagnstæki hjá mér eru svona eins og öll blóm sem að ég hef átt, lifa í smá stund svo deyja þau öll! Tölvan, DVD og svo er sjónvarpið eitthvað farið að stríða okkur líka! Alveg yndislegt sérstaklega þar sem að maður er nú bara fátækur námsmaður ;)
Í dag sendi ég inn skólaumsóknina mína, ég sem sagt er að reyna að skipta um nám, námið sem að ég er í núna er einfaldlega ekki það sem að ég var að vona eftir og mér hreint út sagt bara hundleiðist í því. Að senda inn svona umsókn er skkert smá mikið vesen, endalaust af einhverjum bréfum sem að maður þarf að láta fylgja með og svo þurfa tveir aðilar að votta á hvert og eitt einasta blað!! En sem betur fer þá er þetta búið og ég þarf núna bara að bíða og kvíða ;) Vona bara að allt gangi upp!!

Já það er nú ekki mikið að gerast!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home