Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, mars 16, 2004

LOKSINS!

Já loksins tókst okkur að laga tölvuna og nú getum við sett inn myndirnar sem við erum búin að vera að taka undanfarið ;) Ég setti link inn á myndirnar hjá mér í linkasafnið svo að þið verðið að kíkja. Það vantar reyndar fyrstu myndirnar en þær eru ennþá í tölvunni hjá henni Ástu. Enn ég set þær inn um leið og ég fæ þær.

Týpískt strætó ákvað að fara í verkfall! Og auðvitað vissi ég ekkert af því!! Þannig að Heiðrún María fór bara hress og kát út á stoppustöð í morgun og þar beið hún og beið og það ekki ein!! En enginn kom strætóinn, svo allt í einu byrjaði sími að hringja, ja svaraði einhver stelpa: ja... aha..ja... skellir á og segir við okkur á stoppustöðinni heyriði það er verkfall!!! Og ég var búin að standa þarna annsi lengi!! Verð nú að viðurkenna að ég hef verið í betra skapi en akkurat þá!!
Þannig að ég röllti bara heim og fór að setja inn myndir á tölvuna!!

Annars þá er ég bara að hugsa um að vera dugleg í staðinn og kannski bara taka til og læra ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home