Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, júlí 24, 2006

Úúúúfffffff....

Það er allt of heitt!! Ég er gjörsamlega að farast úr hita! Hvernig fer fólk eiginlega að í löndum þar sem að hitinn fer upp í 50 stig með 50% raka? Ekki skil ég það. Ég nenni ekki einu sinni að vera úti í þessum hita ég kem heim úr vinnunni set viftuna í gang og ligg í algeru móki!

Núna er ég farin að skilja þessar köldu sundlaugar hér í Dk, þær eru bara algerlega nauðsynlegar í þessum hita. Við fórum einmitt í sund í gær og syntum aðeins. Ég er að reyna að losna við þessu blessuðu bjúg sem að ég fæ í hitanum og var mér ráðlagt að synda. Virkar ágætlega á meðan að ég er í kaldri lauginni og rétt á eftir en svo vinnur hitinn aftur ég fæ fíla-lappir :)
Hugsa að ég skelli mér bara aftur í sund það er svo gott að komast í kalda laugina :)

Annars er bara nóg að gera í vinnunni þar sem að ein af vinnufélugum mínum var að slasa sig og kemur ekki til vinnu alla þessa vikuna. Það þýðir að ég er alein með heila stofu í eina viku! Það er ekkert vandamál upp á að taka sjálfar myndirnar, það er bara svo mikið vesen vegna þess að ég er jú bara nemi og þarf að fá allar myndir samþykktar af annaðhvort geislafræðing eða lækni. Það þýðir að ég get ekki sent sjúklingana heim þó að ég sjái að myndirnar séu í lagi og þurfa þeir því að bíða á ganginum þar til einhver hefur tíma til að kíkja á myndirnar og það getur stundum tekið dágóða stund!! Aumingja Sjúklingarnir!! En svona er það nú bara.

jæja núna ætla ég að fara að þrífa í hitanum... úfffff...

1 Comments:

  • At 11:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég vildi óska þess að ég gæti kvartað yfir hita....
    Magga

     

Skrifa ummæli

<< Home