Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Smá update

Já þá er maður komin aftur heim til Danmerkur eftir alveg hreint frábæra dvöl á Íslandi. Ég (eins og ég vonaðist til) losnaði við næstum öll mín bjúg í kuldanum og lít ekki lengur út eins og Michelin maðurinn :) Alla vega ekki á öllum kroppnum :) Bjúgin eru þó furðu fljót að koma aftur eftir að maður er komin í aðeins heitara loftslag, og það er ekki eins og að það sé sól og blíða hérna sko! Nei nei það er nú bara rigning og raki, en reyndar alveg ágætlega heitt.

Nú eftir að ég kom heim frá Íslandi þá er ég orðin mjög óþolinmóð og vil helst fara að klára það sem klára þarf áður en að barnið kemur! Alveg hreint ótrúlegt hvernig þessi tilfinning bara einhvern veginn leggst yfir mann! Það er ótrúlega margt sem þarf að gera og kaupa og aumingja Haukur hefur ekki undan við að reyna að koma fyrir mig vitinu! Það hlýtur að vera erfitt að vera verðandi pabbi þegar að mömmurnar eru komnar á þetta stig :) "Já já ástin mín við kaupum það líka..." er frasi sem að ég heyri mikið þessa daganna :)

jæja ætli ég fari nú ekki að hætta og gera eitthvað að viti svona eins og að setja inn nýjar bumbumyndir og myndir frá brúðkaupi Sissu og Stulla á netið. Væri alveg gáfulegt, samt alveg spurning hvort að maður nenni því eitthvað :) Gæti líka umturnað heimilinu Hauki til mikillar gleði og yndisauka :) Það er aldrei að vita hvað maður finnur upp á :)

2 Comments:

  • At 6:52 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

    Ég er búin að setja inn myndirnar þannig að það er bara um að gera að kíkja á þær :)

     
  • At 10:25 e.h., Blogger Ágúst Þór said…

    Ég er á leiðinni út til að hjálpa Hauki...veit hvað hann er að ganga í gegn um....HELP IS ON THE WAY MY FRIEND

     

Skrifa ummæli

<< Home