Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, október 04, 2006

2 dagar...

Jæja er nú ekki kominn tími á smá blogg...
Það er nú reyndar ekki frá mörgu að segja en það er nú allt í lagi að láta vita af sér annað slagið.
Í dag eru 2 dagar í settann dag og þolinmæðin alveg að þrotum komin :) Ég er að vona að þetta fari bara af stað í dag eða á næstu dögum. Maður er orðin svo forvitin og langar svo að sjá hvernig þetta litla kríli manns lítur út, já og bara fá það í hendurnar :) Eftir plat hríðarnar fyrir um 2 vikum síðan hefur bara ekkert meira gerst, sem er kannski bara ágæt því að nú er ég svona nokkurn veginn búin að gleyma hvað þetta var sárt :)

Í kvöld verður svo fyrsti saumaklúbbur haustsins á Raskinu. Uuuummmm kökur... Það er nú reyndar solldið skemmtilegt að segja frá því að í fyrra fór ein af stað í einum af okkar frægu saumaklúbbum. Hún lét nú ekki mikið fyrir því fara kvaddi bara pent og daginn eftir kom í ljós að hún hafði misst vatnið og að lítill drengur væri kominn í heiminn :) Engin okkar átti von á þessu þar sem að þetta gerðist nú 2 mánuðum fyrir tímann og héldum við allar að hún væri bara þreytt og væri að fara heim að sofa :)
Það verður spennandi að sjá hvort að gellurnar í saumó geti haft sömu áhrif á mig. Það er nú ekkert lítið hlegið þannig að það ætti nú kannski að koma einhverri hreyfingu á þetta :)
Og ef ekki þá get ég nú bara skellt mér í bíó á "Over the hedge", mér var alla vega sagt að hún væri sprenghlægileg!

En jæja ætli maður þurfi nú ekki að fara að klæða sig í föt og gera eitthvað að viti... svona eins og að klára púslið sem að ég er að púsla eða búa um rúmið :)

Það eru komnar nýjar bumbumyndir inn fyrir forvitna sem að vilja sjá huges kúlu :)

Knús frá Dk Heiðrún og bumbukríli.

23 Comments:

 • At 8:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Jæja hvernig líður minni í dag nú er einn dagur til stefnu:) vonandi bíðum spennt eftir fréttum, ástarkveðjur
  Anna frænka

   
 • At 9:49 f.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Mér líður bara vel, en það er því miður ekkert að gerast :) Ekki enn allavega :)

   
 • At 4:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hmm.. þú hefur nú tækifæri til að klára þetta bara í dag.. svo svakalega flottur dagur

  knúsknús

  kv Ráðhildur og ormarnir

   
 • At 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Gangi allt bara rosalega vel, við bíðum spennt á klakanum. Maður heyrir kannski í þér svona í nóvember, þegar aðeins er farið að hægjast um gestagang. Súperknús,

  Sissa

   
 • At 9:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hvad! Er ekkert ad gerast tarna hja ter :) Gangi ter rosalega vel. Hlakka til ad heyra frettir!

   
 • At 12:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Jæja litli bumbubúi, mér sýnist á myndunum að mamma þín sé búin að bíða nóg. Hættu nú að stríða henni. Ég bara vissi ekki að ég yrði svona spennt yfir þessu! Sendi þér góða strauma Heiðrun mín
  Kv.
  Ásta

   
 • At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með litla prinsinn,
  knús knús og kossar
  Anna frænka

   
 • At 5:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju með litla mr.Haukson tíhí þið eruð frábær dúllurnar mínar
  kv . . .kata

   
 • At 8:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með litla kútinn, vonandi að allt hafi gengið vel og hafið það sem allra best.

  Kvðeja Axel og Ólöf

   
 • At 10:43 e.h., Blogger Þóra ferðalangur said…

  Hæ hæ Haukur og Heiðrún, enn og aftur til hamingju með litla manninn ... hann er bara sætur, við getum ekki beðið eftir að fá ap klípa aðeins í hann.

   
 • At 11:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju með litla guttann:) Hann er algjört yndi:)
  Farðu nú vel með þig Heiðrún mín og njóttu þess að vera í rólegheitunum með strákunum þínum:)
  p.s mér sýndist standa Knútur Hauksson á myndasíðunni og var að spá í hvað þið væruð vel undirbúin að vera bara komin strax með nafn;)
  Knús Ása

   
 • At 2:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með maurinn!!!
  Sigrún H.

   
 • At 9:06 f.h., Blogger Erna Mjöll Grétarsdóttir said…

  Jiii, hann er algjört krútt, innilegar hamingjuóskir.
  Kossar og kveðjur,
  Gulli og Erna

   
 • At 11:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju með drenginn.
  Kveðja Steinunn María

   
 • At 12:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju með litla engilinn elsku Heiðrún mín.
  Hafiði það ofsalega gott næstu dagana, vikurnar og mánuðina.. það er yndislegur tími framundan hjá ykkur. :)

  Hlakka til að fylgjast með ykkur á barnalandinu. :)

  Knús, Inga

   
 • At 4:03 f.h., Blogger Heiðdís said…

  innilega til hamingju með sæta prinsinn!! Hann er ekkert smá mikið krútt!! Vissu þið að það væri strákur eða voru þið búin að ákveða nöfnin fyrirfram ;)

   
 • At 9:46 f.h., Blogger Gunnhildur said…

  Innilega til hamingju með litla prinsinn, hann er ekkert smá krúttulegur!

   
 • At 1:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með drenginn

  Kveðja Sólveig

   
 • At 3:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn - hann er bara svo sætur með þetta svarta hár - get ekki alveg ákveðið hverjum hann er líkur þó - ætli hann sé ekki bara líkur sjálfum sér :)
  hafið það rosalega gott litla fjölskylda - hlakka til að sjá hann :)
  bestu kveðjur Þórdís Jóna

   
 • At 4:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með litla prinsinn... Hann er ALGJÖr rúsína!!! Ekkert smá sætur.... Hlakka til að sjá hann face to face! ;o)

  Knús, Berglind

   
 • At 11:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju med dulluna!!!

   
 • At 9:08 e.h., Blogger Heiðdís said…

  he he smá misskilningur hér á ferð... hélt að drengurinn héti Knútur Hauksson en sá svo að það stóð Kútur Hauksson ;) fannst þið vera svo fljót að finna nafn ;)

   
 • At 10:52 f.h., Blogger Magdalena said…

  Til lukku með krúttið :)

  /magdalena

   

Skrifa ummæli

<< Home