Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, desember 05, 2006

Lítill frændi!!

Já við vorum að eignast lítinn frænda í gær og hann er svo mikil dúlla!! Ráðhildur systir og Jón voru að eignast sitt þriðja barn. Hjartanlega til hamingju með prinsinn ykkar! Hann er algert gull! Ég vil nú meina að ég eigi nú eitthvað í honum eins og systkinum hans :)

Sjáiði bara hvað maður er nýbakaður og fallegur!
Oh enn og aftur til hamingju með strákinn! Hlakka til að fá að koma og knúsa hann og ykkur öll auðvitað líka :)

4 Comments:

 • At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég vil meina að þetta barn geti ekki verið barn systur þinnar þar sem það stendur þarna skýrum stöfum að þetta barn sé eign þvottahúss.. einhverra.

  Það er einhver að gabba ykkur!

   
 • At 6:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilega til hamingju með litla myndarlega frændann. . . frábært að ykkar ungi mann fái leikfélaga út æfina hahha gæti ekki verið betra held ég. Knús
  kata :)

   
 • At 11:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ skvís
  Til hamingju með litla fallega frændann. Þið systur eruð aldeilis góðar í þessu. Ég var að klára að skoða prinsinn þinn á barnalandi, ég hef bara aldrei séð annað eins. Hann er svo fallegur og fínn alltaf hjá þér. Hann er sko heppinn með par af foreldrum þessi litli prins. En á ekkert að fara að gefa barninu nafn?

  Knús og til hamingju með nýju íbúðina!!

  Ásta B.

   
 • At 9:19 f.h., Blogger Magga said…

  hæhæ, takk fyrir góðar kveðjur, Heiðrún og Ráðhildur! Til lukku (aftur) mð ykkar sætu kríli :)

   

Skrifa ummæli

<< Home