Haukur og Heidrun i Danmorku

fimmtudagur, mars 01, 2007

Jæja komin tími á smá blogg!!

Já það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið sú duglegasta að blogga! Æi það er bara svo mikið að gera að maður gleymir þessu nú bara stundum :)


Það helsta sem er í fréttum hjá okkur er að Ráðhildur og Hávarr Hrafn ætla að koma og heimsækja okkur núna í mars. Þau koma þann 8. mars og verða hjá okkur í 10 daga! Oh við Þórir Björn getum ekki beðið við hlökkum svo til að fá þau! Það verður sko aldeilis farið í langa göngutúra hér í hverfinu já og svo auðvitað kíkjum við eitthvað í búðirnar :) Þykist vera viss um að hún systir mín vilji kíkja í H&M og fleiri búðir :) Bara vika í að þau komi :)


Annars þá ætlar Haukur að hleypa kúnni út svona nú þegar að það er farið að vora :) Já ég ætla sko á feitt stelpudjamm á laugardaginn! Við Kata erum búnar að skipuleggja stelpudjamm í fællesherberginu á Lindekolleginu þar sem að hún býr. Þar verður spiluð skemmtileg stelpudjamm tónlist og kokteilunum rennt niður, áður en að bærinn verður lagður undir fót og málaður rauður :) Ji hvað ég er farin að hlakka til. Ég hef ekki farið almennilega út á lífið í rúmt ár! Hehe við Haukur vorum einmitt að hlægja af því að ég þarf örugglega ekki meira en hálfan drykk og þá er ég góð það sem eftir er kvöldsins :) En fyrir þær sem að ekki hafa heyrt neitt þá ætlum við Kata að rukka 10 kr, fyrir herberginu og snakki og svona. Okkur fannst það alveg vera mjög sanngjarnt verð :)


Já svo má nú ekki gleyma að Ráðhildur og Jón ætla að koma í júlí og fara á Metallica tónleikana í Århus. Ekki leiðinlegt að fá þau aftur í heimsókn þá :) Það er eitthvað verið að reyna að plata mig með en ég get nú ekki sagt að ég hafi mikin áhuga á því! Ég er búin að fara á eina tónleika með þeim og það er alveg nóg fyrir mig! Ævilangt!!! Get ekki sagt að ég hafi skemmt mér vel á þeim tónleikum! En það er nú kannski ekkert að marka ég hef aldrei verið fyrir tónleika og það er þá alveg sama hver er á ferð!


Smá fréttir af litla kauða, hann er orðinn alger bolla og veltir sér um öll gólf! Hann er orðinn 9,1 kg! ekkert smá myndalegur maður það! Og svo er hann búinn að fatta hvernig maður veltir sér af bakinu og yfir á magann, en hann er ekki alveg að fatta hvernig maður á að komast aftur til baka! Þannig að í hvert skipti sem að hann er lagður niður þá veltir hann sér undir eins á magann og verður svo alveg stjörnuvitlaus af því að hann kemst ekki aftur á bakið :) yndislegt að vera svona einfaldur :)


Jæja verð að fara að setja einhverjar myndir inn á netið, ja eða vinna þær fyrir netið, þannig að þær koma bráðum inn. Þetta kemur allt :) En ég skal láta nokkrar fylgja af rúsínunni okkar.

5 Comments:

  • At 11:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    oohhh hann er sko fallegastur :)
    hlakka svo til að koma og knúsa hann í kaf :Þ

    kv Ráðhildur

     
  • At 12:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Alltaf gaman að heyra frá ykkur. Saknaði ykkar smá í veislunni í gær en svona er þetta nú með þessa útlendinga;)
    kv, Magga

     
  • At 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja loksins heyrir maður frá ykkur:):):)
    Hún Ráðhildur er jafn spennt hér heima að komast til ykkar. Það verður æði fryr frænduna að hittast,
    Oooo hann er svo mikið krútt.
    Knús og kossar til ykkar allra
    Anna frænka

     
  • At 4:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Blessuð gamla vinkona!

    Þetta er ekkert smá flottur gæi sem þú átt þarna. Kíktu endilega á minn : www.123.is/elias
    og endilega meilaðu mér lykilorðið á síðuna.

    Ég vona að ég hitti þig í haust!

    Kveðja

    Íris

     
  • At 6:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir skemmtilegt stelpudjamm!!! :o)Mikið er kúturinn ykkar orðinn myndarlegur! Alvöru karlmaður... þeim finnst sko gott að borða! ;o)

    Berglind raskari

     

Skrifa ummæli

<< Home