Haukur og Heidrun i Danmorku

sunnudagur, mars 18, 2007

Ráðhildur og Hávarr Hrafn farin :(

Ohh það er ekkert smá mikill söknuður í gangi hér :( Veit ekki hvað maður á af sér að gera. Búið að vera alveg ótrúlega gaman hjá okkur systrunum í þá 10 daga sem að þau voru hjá okkur.

Okkur tókst að bralla ýmislegt, við fórum til Þýskalands, fórum og versluðum helling og fórum marga langa og skemmtilega göngutúra með strákana. Við vorum alveg ótrúlega heppin með veður á meðan að þau voru hér. Það var sól og 15 stiga hiti næstum alla dagana. Það er nú ekki hægt að kvarta yfir því!

En það er óhætt að segja að veðurguðirnir samhryggist mér! Það er komin skíta kuldi, rok og rigning. Mér finnst alveg nógu leiðinlegt að þurfa að kveðja þau í dag, ég þarf ekkert þetta leiðinlega veður líka!


Ekki nóg með að ég þurfti að kveðja þau í dag, þá er hún Kata mín að fara á morgunn og kemur ekki aftur fyrr en í september!! Úff langur tími...
Ég fékk það skemmtilega hlutverk að reyna að halda lífi í blóminu hennar :) Var nú samt ekkert að segja henni að mér hefur tekist að kála svona um það bil 7 kaktusum og þeir eiga nú að vera ódrepanlegir!! Ekki hægt að segja að maður sé með græna fingur. En hey blómið hefði alveg pottþétt drepist ef að hún hefði skilið það eftir í íbúðinni, það á allavega aðeins meiri möguleika á að lifa hjá mér :) Vona ég :)


Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Í gær fékk ég mail frá gammalli bekkjarsystur minni um 10 ára reunion. 10 ára!!! það eru 10 ár síðan að maður útskrifaðist úr grunnskóla. Djö... er maður orðin gamall. Ég á nú reyndar ekki eftir að komast á þetta reunion þar sem að það er haldið í september. Ég verð bara að mæta á 15 ára reunionið. Miðað við hvað tíminn er ótrúlega fljótur að líða þá ætti það nú að vera handan við næsta horn ;)


Jæja komið nóg í bili læt fylgja mynd af þeim frændum

7 Comments:

 • At 10:12 f.h., Blogger Magga said…

  Loksins að maður heyri frá ykkur ;) Það hefur greinilega verið nóg að gera.
  Væri alveg til í smá sól og hita hér í staðinn fyrir þetta endalausa frost og snjó.

   
 • At 12:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  oooo við söknum ykkar sko líka.. voðalega skrítið að hitta ykkur ekki og knúsa.. en sem betur fer erum við nú að koma í júlí..
  þú mátt líka senda mér smá af góða veðrinu í pósti eða jafnvel í emaili.. veðrið er sko ekki gott hér

  knús og kossar Ráðhildur

   
 • At 4:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ég á eftir að sakna ykkar dúllurnar mínar og þetta með blómið hahahhahh ég nefnilega soldið svona líka var bara komin inn á það að kaupa mér nýtt blóm í hverjum mánuði þar sem lifitími blómanna á mínu heimili er um einn mánuður hahhahahha gella samt :)

   
 • At 7:26 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  hehehe það er gott að vita að ég geti þá bara keypt nýtt handa þér ef að þetta endar mjög illa ;)
  Ég á nú samt ekki von á því, þetta er svo mikið snilldar blóm! Lætur vita hvenær það þarf að fá eitthvað að drekka :)

   
 • At 9:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  já marr einmitt það er það sem reddar þessu. . . .

   
 • At 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hæ Heiðrún ... Silja "gamla bekkjasystirin" hér! Verð að segja þér að ég fann gamla spólu um daginn með okkur stelpunum (ég, þú, Ráðhildur, íris og þórey) í leikritinu Litlu Ljót... shitt hvað það er fyndið og ég verð að sýna þér það - já og tískusýningin frá því við vorum í Módel mynd... It´s VERY Entertaining.... hehehe

  Bið að heilsa og til hamingju með litla sæta Guttann!

  Kv. Silja Úlfars

   
 • At 3:10 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Hehehe já ég get vel ímyndað mér að það sé entertaining !! Og kannski meira svona embarrassing :)

  Já verð að fá að sjá það við tækifæri :)

   

Skrifa ummæli

<< Home