Haukur og Heidrun i Danmorku

miðvikudagur, maí 09, 2007

Laaaangt síðan síðast!

Úff hvað ég orðinn löt við það að skrifa eitthvað hérna inn! Já það og það er nú búið að vera mjög mikið að gera upp á síðkastið.

Síðan síðast er nú aldeilis margt búið að gerast. Við Þórir kíktum til Íslands í um tvær og hálfa viku. Þar hittum við ótrúlega margt fallegt og skemmtilegt fólk! Nenni nú ekki að fara að telja alla upp sem að við hittum en þið vitið hver þið eruð :) Þóri tókst að næla sér í veikindi þarna heima og ældi eins og múkki í nokkra daga. Hann varð svo veikur þetta litla grey. Mamman varð bara að gjöra svo vel og halda á kútnum á meðan að hann var lasinn, solldið erfiðir dagar. En það leið nú sem betur fer hjá. Honum tókst nú reyndar að smita mömmu sína þannig að hún lá veik í viku eftir að við komum heim til Danmerkur. Rosalega gaman eða hitt og heldur! Og það versta var að Haukur var búinn að taka sér frí þá vikuna svo að við gætum nú farið í kolonihaven og unnið vorverkin! Við fórum ekki langt :) Haukur var heima með strákinn á meðan að ég var veik og svo loksins þegar að ég var orðinn hress þá veiktist Haukur. Það er búið að vera meira ástandið á þessari fjölskyldu!! En við komumst einn dag núna síðasta sunnudag í koloni þannig að við erum nú búin að slá og taka grasið úr götunni fyrir framan garðinn. Næst klippum við hekkið og tökum beðin :) Ágætt að vera með plön :)

Núna eru mamma og pabbi í Dk, pabbi er í einhverju ellilífeyris golfi við Álaborg ásamt Nonna og Dísu og mamma er hjá okkur á meðan. Pabbi, Nonni og Dísa eru nú ekkert voðalega heppin með veðrið það er brjálað rok og það gengur á með skúrum. En það vonandi skánar í vikunni.

Annars er nú alveg ótrúlega marg sem að hefur Breyst hjá honum Þóri, hann er farinn að sitja sjálfur, hann er kominn með tvær tennur í neðri góm og farin að borða alls kyns skemmtilegan mat. Ef að hann fengi sjálfur að ráða þá væri hann farinn að skríða og ganga sjálfur! Hann vill svo geta gert þetta sjálfur, hann nennir ekkert að sitja bara með dótið sitt og geta ekki farið eitthvað. En miðað við hvað hann reynir mikið þá ætti nú ekki að vera langt í að hann fari af stað. Hann er þegar farinn að rífa niður dúkana af borðunum þegar að hann nær í þá :) Hann á eftir að vera meiri orkuboltinn :)
Litli orkuboltinn var líka að fá pláss hjá Dagmömmu og byrjar þar í júlí. Sem að er nú ágætt þar sem að ég er kannski að fara að vinna á spítalanum í Fredericia í ágúst. Vinkona mín hringdi í mig og spurði hvort að ég hefði áhuga á að vinna þar í sumar þar sem að þeim vantaði svo sumarafleysingar fólk. Gæti nú orðið svolítið gaman að prufa annað sjúkrahús en Nyborg. Ekki það að það sé ekki æðislegt að vinna þar, bara smá fjölbreytni. Það væri líka gaman að fá að prófa ný tæki þar sem að þau eru nú aldrei eins á milli spítala.

En jæja núna hætti ég í bili. Biðjum að heilsa héðan...

3 Comments:

 • At 7:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  gott að þið eruð búin að jafna ykkur á veikindunum dúlla. . . spennó með vinnuna á spítalanum. . . ég verða á gamla góða staðnum í sumar hahaha var mútað allhressilega og gat ekki neitað. . gella samt. Heyrðu mannstu sem við vorum að tala um þarna um daginn með paint by numbers vesenið á mér. . værirðu til í að tékka á hvort systir þín eigi þetta blað með litunum ennþá og senda mér þá bara upplýsingarnar á mail
  luv dúlla
  kata

   
 • At 8:27 e.h., Blogger Heidrun Maria said…

  Ekkert mál dúlla ;)

   
 • At 10:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Gaman að sjá ykkur á klakanum, sérstaklega hann Þóri Björn sem er orðin svo stór og sterkur ;)

  Ég vona að ónæmiskerfið hafi nú ekki brostið vegna þess að sumir leyfðu ferðalöngunum ekki að fara snemma í háttinn!
  En það er gott að heyra að þið séuð að braggast, nú er kvótinn fyrir sumarið vonandi búinn og þá er bara að njóta veðurblíðunnar ;)

  Kv. Sigrún Jóna

   

Skrifa ummæli

<< Home