Haukur og Heidrun i Danmorku

mánudagur, mars 26, 2007

Ísland um páskana :)

Já við Þórir Björn ætlum að kíkja á Frónið um páskana. Haukur er að fara til Filipseyja að vinna í tvær vikur strax eftir páska þannig að við Þórir Björn ákváðum að skella okkur heim. Við komum heim 7. apríl sem að er laugardagurinn fyrir páska og verðum á skeri fram til þriðjudagsins 24. apríl :) Verð nú að viðurkenna að mér finnst mjög leiðinlegt að skilja hann Hauk minn eftir aleinan hérna úti yfir páskana! En ef að ég hefði beðið með flugið þar til eftir páska þá hefði flugið verið meira ein helmingi dýrara en annars. Ótrúlegur verðmunur miðað við að það eru bara 3 dagar þarna á milli!! Ég huggaði hauk á því að hann mætti bara borða páskaeggið mitt líka ;) Ég get bara keypt mér nýtt heima híhí...

Annars er alveg ótrúlegur sumarfílíngur í fjölskyldunni í dag. Það er búið að vera sól og 15. stiga hiti hjá okkur síðustu daga og ekki laust við vor- og sumargleðin ríki hjá manni! Ótrúlegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á mann! Ég er bara alveg ólm í að komast út með strákinn og vildi helst bara fara og leigja mér sumarhús með heitapotti og grilla fullt af góðum mat!
Við Þórir fórum í dag í langan og góðan göngutúr með Bryndísi vinkonu. Við löbbuðum bara frá því um 2 leytið þar til að klukkann var rúmlega 5. Alveg frábært í svona góðu veðri! Þórir Björn sá endur í fyrsta skipti í dag og skildi ekkert í þessum furðulegu verum! Starði bara á þær og brosti :) Aumingja litlu endurnar héldu að við værum að fara að gefa þeim brauð og flokkuðust í kringum okkur kvakandi. Okkur leið ekkert smá illa yfir því að eiga ekkert handa greyjunum. Það eina sem að við vorum með var kókoskúla sem að Bryndís hafði keypt og við kunnum nú ekki við það að fara að troða henni í greyin :) Ekki Það að þær séu í megrun...

Jæja er farin að glápa á imbann

Knús Heiðrún

sunnudagur, mars 18, 2007

Ráðhildur og Hávarr Hrafn farin :(

Ohh það er ekkert smá mikill söknuður í gangi hér :( Veit ekki hvað maður á af sér að gera. Búið að vera alveg ótrúlega gaman hjá okkur systrunum í þá 10 daga sem að þau voru hjá okkur.

Okkur tókst að bralla ýmislegt, við fórum til Þýskalands, fórum og versluðum helling og fórum marga langa og skemmtilega göngutúra með strákana. Við vorum alveg ótrúlega heppin með veður á meðan að þau voru hér. Það var sól og 15 stiga hiti næstum alla dagana. Það er nú ekki hægt að kvarta yfir því!

En það er óhætt að segja að veðurguðirnir samhryggist mér! Það er komin skíta kuldi, rok og rigning. Mér finnst alveg nógu leiðinlegt að þurfa að kveðja þau í dag, ég þarf ekkert þetta leiðinlega veður líka!


Ekki nóg með að ég þurfti að kveðja þau í dag, þá er hún Kata mín að fara á morgunn og kemur ekki aftur fyrr en í september!! Úff langur tími...
Ég fékk það skemmtilega hlutverk að reyna að halda lífi í blóminu hennar :) Var nú samt ekkert að segja henni að mér hefur tekist að kála svona um það bil 7 kaktusum og þeir eiga nú að vera ódrepanlegir!! Ekki hægt að segja að maður sé með græna fingur. En hey blómið hefði alveg pottþétt drepist ef að hún hefði skilið það eftir í íbúðinni, það á allavega aðeins meiri möguleika á að lifa hjá mér :) Vona ég :)


Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Í gær fékk ég mail frá gammalli bekkjarsystur minni um 10 ára reunion. 10 ára!!! það eru 10 ár síðan að maður útskrifaðist úr grunnskóla. Djö... er maður orðin gamall. Ég á nú reyndar ekki eftir að komast á þetta reunion þar sem að það er haldið í september. Ég verð bara að mæta á 15 ára reunionið. Miðað við hvað tíminn er ótrúlega fljótur að líða þá ætti það nú að vera handan við næsta horn ;)


Jæja komið nóg í bili læt fylgja mynd af þeim frændum

fimmtudagur, mars 01, 2007

Jæja komin tími á smá blogg!!

Já það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið sú duglegasta að blogga! Æi það er bara svo mikið að gera að maður gleymir þessu nú bara stundum :)


Það helsta sem er í fréttum hjá okkur er að Ráðhildur og Hávarr Hrafn ætla að koma og heimsækja okkur núna í mars. Þau koma þann 8. mars og verða hjá okkur í 10 daga! Oh við Þórir Björn getum ekki beðið við hlökkum svo til að fá þau! Það verður sko aldeilis farið í langa göngutúra hér í hverfinu já og svo auðvitað kíkjum við eitthvað í búðirnar :) Þykist vera viss um að hún systir mín vilji kíkja í H&M og fleiri búðir :) Bara vika í að þau komi :)


Annars þá ætlar Haukur að hleypa kúnni út svona nú þegar að það er farið að vora :) Já ég ætla sko á feitt stelpudjamm á laugardaginn! Við Kata erum búnar að skipuleggja stelpudjamm í fællesherberginu á Lindekolleginu þar sem að hún býr. Þar verður spiluð skemmtileg stelpudjamm tónlist og kokteilunum rennt niður, áður en að bærinn verður lagður undir fót og málaður rauður :) Ji hvað ég er farin að hlakka til. Ég hef ekki farið almennilega út á lífið í rúmt ár! Hehe við Haukur vorum einmitt að hlægja af því að ég þarf örugglega ekki meira en hálfan drykk og þá er ég góð það sem eftir er kvöldsins :) En fyrir þær sem að ekki hafa heyrt neitt þá ætlum við Kata að rukka 10 kr, fyrir herberginu og snakki og svona. Okkur fannst það alveg vera mjög sanngjarnt verð :)


Já svo má nú ekki gleyma að Ráðhildur og Jón ætla að koma í júlí og fara á Metallica tónleikana í Århus. Ekki leiðinlegt að fá þau aftur í heimsókn þá :) Það er eitthvað verið að reyna að plata mig með en ég get nú ekki sagt að ég hafi mikin áhuga á því! Ég er búin að fara á eina tónleika með þeim og það er alveg nóg fyrir mig! Ævilangt!!! Get ekki sagt að ég hafi skemmt mér vel á þeim tónleikum! En það er nú kannski ekkert að marka ég hef aldrei verið fyrir tónleika og það er þá alveg sama hver er á ferð!


Smá fréttir af litla kauða, hann er orðinn alger bolla og veltir sér um öll gólf! Hann er orðinn 9,1 kg! ekkert smá myndalegur maður það! Og svo er hann búinn að fatta hvernig maður veltir sér af bakinu og yfir á magann, en hann er ekki alveg að fatta hvernig maður á að komast aftur til baka! Þannig að í hvert skipti sem að hann er lagður niður þá veltir hann sér undir eins á magann og verður svo alveg stjörnuvitlaus af því að hann kemst ekki aftur á bakið :) yndislegt að vera svona einfaldur :)


Jæja verð að fara að setja einhverjar myndir inn á netið, ja eða vinna þær fyrir netið, þannig að þær koma bráðum inn. Þetta kemur allt :) En ég skal láta nokkrar fylgja af rúsínunni okkar.