Haukur og Heidrun i Danmorku

föstudagur, mars 31, 2006

Djö.... kommentakerfi!!!

Oh... ég var að reyna að breyta þessu kommentakerfi þannig að fólk þurfi ekki að skrá sig inn og eitthvað vesen til að geta skrifað!! En það bara gengur ekki neitt. Eins mikið tölvunörd og ég get verið þá get ég bara ekki fundið út úr þessu!! Er einhver sem veit hvað ég á að gera?? Hjálp...

Annars er þetta búin að vera góður föstudagur hjá okkur. Við fórum í sónar í morgun og hnakka... eitthvað (veit ekki hvað það heittir á íslensku) var skannað. Þetta var tilraun tvö þar sem að krílið vildi ekki liggja rétt í síðustu viku! Þetta tókst núna, þó með herkjum, og við fengum að vita að það væru mjög litlar líkur á down syndrome hjá okkur. Litla krílið var ekkert á því að láta skoða sig og vildi alls ekki gera það sem að það átti að gera :) En krílið dafnar vel það er orðið 7 cm langt og höfuðið er 2 cm í þvermál. Það fundust líka fætur, hendur, hjarta og hryggur og að mínu mati var það náttla bara allt fullkomið :)

miðvikudagur, mars 29, 2006

Prufa


Jæja ákvað að prófa tæknina og sjá hvort að ég gæti sett inn myndir á bloggið og viti menn það bara tókst ekkert mál :) Það er svolítill munur frá gamla blogginu, þar var sko ekkert hægt að setja inn myndir bara svona ekkert mál!
Hér er mynd af mér í 12-13 viku, það er nú ekki mikið að sjá :) bara pínu bumba, það er bara eins og ég hafi borðað aðeins of mikið í kvöldmatnum :)

Annars er nú bara allt gott af okkur að frétta. Nóg að gera í skólanum hjá mér og meira en nóg að gera í vinnunni hjá Hauki :) Ekki laust við það að manni sé farið að hlakka til páskafrísins. Ég ætla að koma heim til Íslands og njóta gestrisni fjölskyldu og vina og Haukur ætlar að skella sér með strákunum til Frakklands þar sem að þeir ætla að skreppa á skíði og örugglega fá sér öl eða tvo :)
Það verður sko alveg yndislegt að komast aðeins í smá frí og ekki hugsa of mikið um skólann eða vinnuna. Get nú samt ekki alveg sleppt því að hugsa um skólann þar sem að ég er að fara í stórt próf eftir páska, en eins og hjá sönnum Íslendingi, þá er mottóið: Þetta REDDAST, er þaggi? :)

Jæja best að fara að reikna eðlisfræði próf eftir 13 daga!!!!

mánudagur, mars 27, 2006

Andlitslyfting

Jæja þá er þessi óvirka síða loksins búin að fá smá andlitslyftingu og kannski tími til kominn að virkja hana!

Þessi andlitslyfting er aðallega til þess að við getum notað þessa síðu áfram þegar að litla krílið kemur í heiminn og til þess að þið þarna heima getið fengið að fylgjast með okkur þangað til :)
Ég skal reyna að vera dugleg að setja inn myndir og svona smá pósta en ég er bara svo löt við að skrifa hérna inn. Það er bara staðreynd og kannski bara eins gott að sætta sig við það strax :)

Ég veit að linka safnið er mjög slitrót og að það vantar marga inn. En þetta kemur allt... netið er bara svo leiðinlegt hjá mér núna og ég man ekki hvað netfangið er á allar síðurnar þannig að það verður bara að bíða betri tíma :)