Haukur og Heidrun i Danmorku

þriðjudagur, október 24, 2006

Smá blogg...

já það er nú kominn tími á smá blogg. Við litla fjölskyldan döfnum bara alveg ágætlega. Litli kútur er reyndar búinn að fá fyrstu veikindinn. Hann fékk smá ælupest og hita og var voðalega lítill í sér þessi elska. Hann vildi bara vera í fanginu á okkur og svaf ekki nema í fanginu á mömmu upp í sófa. En hann er allur að hressast smá hiti af og til en það er að lagast. Við gutti erum því ekkert að fara út að labba þessa dagana erum bara inni að hugga okkur.
Annars er mest lítið að frétta, ég er jú alla daga inni með litla kút og því ekki frá mörgu að segja nema okkur mæðginunum :) Ekki það að mér finnist það leiðinlegt meira bara að það er kannski eins skemmtileg lesning fyrir ykkur hin :)

Annars er ég búin að setja inn nýjar myndir á barnaland fyrir þá sem að hafa áhuga :)








Knús Heiðrún

miðvikudagur, október 18, 2006

Ævintýri eitt :)

já þessi litli prins okkar er ævintýri eitt, það er ekki hægt að segja annað :) Það er margt búið að gerast hjá okkur þessa fáu daga sem að við erum búin að vera heima. Hann er t.d. mjög dugelegur að pissa á mömmu sína! Hefur einnig einu sinni hæft pabba sinn, mömmu til mikillar gleði og yndisauka :) Við erum búin að fá heimsókn af sundhesdplejersken og hún var rosalega ánægð með kútinn okkar! Hann þyngist vel og bregst við eins og hann á að gera og er bara fullkominn :)
Við erum einnig búin að fara út að labba og hann komst að því að það er bara ótrúlega gott að lúlla sér í vagninum! Maðurinn sofnaði bara um leið og vagninn fór að hreyfast :)
Litli mann fór einnig í sitt fyrsta bað í dag og var aldeilis hlessa á þessu öllu saamn! Hann lyfti alltaf löppunum upp úr vatninu og skildi ekkert af hverju mamma var alltaf að troða þeim aftur ofan í :) en notó var baðið samt sem áður :) Við foreldrarnir fengum að sjá mjög svo krullaðann haus eftir baðið þar sem að dökka hárið verður bara alveg krullað þegar að það blotnar ekkert smá flottur :)

Hér er ég að prufa ömmustólinn sem að Viktor Daði lánaði mér. Hann er rosalega þægilegur þó sérstaklega þegar mamma ruggar honum :)




Annars er það að frétta af okkur að við erum búin að panta flug heim fyrir jólin og munum við koma að kvöldi til þann 22. des. og munum við stoppa í rúmar 3 vikur og fara heim þann 14. janúar. Það verður vonandi nógu langur tími til að maður geti nú hitt allt liðið :) Svo verður tækifærið notað og litli guttinn skírður á meðan að við erum heima. En meira um það seinna :) Núna er ég að vinna í því að setja inn myndir á Barnaland þannig að ég ætla að halda áfram að vinna þær og hætta að rausa hér :)

Knús Heiðrún

föstudagur, október 13, 2006

Viku gamall

Jæja þá er litli herramaðurinn orðinn viku gamall og foreldrarnir ennþá á bleika skýinu! Mamman varð svo 25 ára í gær og var því fagnað með heimabökuðum vöfflum alla Haukur og X-men 3. Ekki leiðinlegt það :)
Í dag fórum við svo með drenginn í fyrstu blóðprufuna sína og stóð hann sig hreint eins og hetja! Hann var stunginn í hælinn á meðan að hann svaf og hann vaknaði ekki einu sinni við það! Algert draumabarn ( 7...9...13 hihi) Ég var svo hrædd um að hann myndi verða alveg brjálaður og ekki vilja tala við mömmu sína eftir þessa pínu en þetta var bara ekkert mál :)

Eins og flestir sjá þá er ekki mikið annað en gullið mitt á mínu hjarta þessa dagana og nýt ég þess í botn að horfa á hann og dást af honum.

Jæja þá ætla ég að fara að borða og halda áfram að dást af gullinu mínu :)

þriðjudagur, október 10, 2006

Prinsinn kominn :)

Litli prinsinn okkar er kominn í heiminn og við erum gjörsamlega að springa úr stolti!! Við bara fáum ekki nóg af honum. Hann er æðislegri en allt í heiminum!! Strákurinn ákvað að láta sjá sig á settum degi þann 06.10.06 ekkert smá flott dagsetning! Þurfti reyndar smá aðstoð við að koma í heiminn en það er nú allt í lagi hann er kominn og við gætum ekki verið hamingjusamari. Hann var 3894 gr og 54 cm þegar að hann fæddist, hann er með mikið dökkbrúnt hár og gullfalleg blágrá augu :)

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar, gaman að sjá að svona margir fylgjast með okkur :)

Við erum búin að vera dugleg að taka myndir og erum að vinna þær og ætlum að setja á netið. Þannig að það fara að koma fleiri. Svo er ég að vinna að því að setja upp vefmyndavélina okkar, þarf bara að finna driverana fyrir hana á netinu og það tekur smá tíma :)

jæja það er víst einhver lítill gutti að biðja um mömmu sína núna þannig að ég kveð í bili og lofa að vera dugleg að blogga inn á milli gjafa :)

Knús Heiðrún

miðvikudagur, október 04, 2006

2 dagar...

Jæja er nú ekki kominn tími á smá blogg...
Það er nú reyndar ekki frá mörgu að segja en það er nú allt í lagi að láta vita af sér annað slagið.
Í dag eru 2 dagar í settann dag og þolinmæðin alveg að þrotum komin :) Ég er að vona að þetta fari bara af stað í dag eða á næstu dögum. Maður er orðin svo forvitin og langar svo að sjá hvernig þetta litla kríli manns lítur út, já og bara fá það í hendurnar :) Eftir plat hríðarnar fyrir um 2 vikum síðan hefur bara ekkert meira gerst, sem er kannski bara ágæt því að nú er ég svona nokkurn veginn búin að gleyma hvað þetta var sárt :)

Í kvöld verður svo fyrsti saumaklúbbur haustsins á Raskinu. Uuuummmm kökur... Það er nú reyndar solldið skemmtilegt að segja frá því að í fyrra fór ein af stað í einum af okkar frægu saumaklúbbum. Hún lét nú ekki mikið fyrir því fara kvaddi bara pent og daginn eftir kom í ljós að hún hafði misst vatnið og að lítill drengur væri kominn í heiminn :) Engin okkar átti von á þessu þar sem að þetta gerðist nú 2 mánuðum fyrir tímann og héldum við allar að hún væri bara þreytt og væri að fara heim að sofa :)
Það verður spennandi að sjá hvort að gellurnar í saumó geti haft sömu áhrif á mig. Það er nú ekkert lítið hlegið þannig að það ætti nú kannski að koma einhverri hreyfingu á þetta :)
Og ef ekki þá get ég nú bara skellt mér í bíó á "Over the hedge", mér var alla vega sagt að hún væri sprenghlægileg!

En jæja ætli maður þurfi nú ekki að fara að klæða sig í föt og gera eitthvað að viti... svona eins og að klára púslið sem að ég er að púsla eða búa um rúmið :)

Það eru komnar nýjar bumbumyndir inn fyrir forvitna sem að vilja sjá huges kúlu :)

Knús frá Dk Heiðrún og bumbukríli.